Ferill 439. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 709  —  439. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um greiðslur til öldrunarstofnana.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hver var ástæða þess að árleg jöfnunargreiðsla vegna B-deildar LSR var fyrirvaralaust felld inn í daggjöld án skýringa í fjárlögum?
     2.      Hvernig skiptist hjúkrunardaggjaldið í beinan hjúkrunarkostnað á deildum og í annan kostnað? Er skiptingin eins hjá öllum stofnunum?
     3.      Hvernig verður leiðrétt sú 7–8% skekkja (miðað við árslok 1998) sem orðið hefur á grunni hjúkrunardaggjalds frá því að halladaggjöld voru lögð af árið 1990? Verður leiðréttingin reiknuð aftur í tímann?
     4.      Hvenær verður jafnaður munur á greiðslum fyrir legudag á milli fjárlaga- og daggjaldastofnana í öldrunarþjónustu? Er þessi munur í samræmi við jafnræðisregluna? Verður þetta leiðrétt aftur í tímann?
     5.      Hafa greiðslur verið skertar til stofnana í öldrunarþjónustu sem eru á fjárlögum ef þær vannýta rúmin sem þær fá greitt fyrir?
     6.      Hver var meðalnýting rýma hjá daggjaldastofnunum annars vegar og stofnunum á föstum fjárlögum hins vegar 1997, 1998 og 1999? Hvernig var nýting rýma einstakra stofnana fyrrgreind ár?
     7.      Hvenær og hvernig verða áfallnar lífeyrisskuldbindingar, sem eru eðlilegur rekstrarkostnaður eins og önnur launatengd gjöld, teknar inn í daggjöld?
     8.      Hvernig hafa ákvæði 39. gr. laga um almannatryggingar, nr. 117/1993, um að hafa skuli náið samráð við daggjaldastofnanir um ákvörðun daggjalda verið uppfyllt?
     9.      Hver er ástæða þess að Securitas fær 1.490 kr. hærra daggjald en elliheimilið Grund miðað við hjúkrunarþyngdarstuðulinn 0,89, sbr. viljayfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins og Securitas frá 14. janúar sl.?


Skriflegt svar óskast.