Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 734  —  458. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um póstdreifingu í dreifbýli.

Frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni.



     1.      Hvernig hugsar ráðherra sér fyrirkomulag póstdreifingar í dreifbýli í framtíðinni?
     2.      Kemur til greina að auka póstdreifingu, t.d. úr þrisvar sinnum í viku í fimm sinnum í viku, þar sem það er mögulegt?
     3.      Á hvaða svæðum yrði byrjað ef til póstdreifingar fimm sinnum í viku kemur?
     4.      Hver yrði kostnaður við dreifingu pósts fimm sinnum í viku í dreifbýli? Hvernig skiptist þessi kostnaður á milli landshluta?