Ferill 487. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 767  —  487. mál.




Skýrsla



menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum skólaárin 1996/1997, 1997/1998 og 1998/1999.

(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



Inngangur.
    Lög um framhaldsskóla, nr. 80/1996, tóku gildi 1. ágúst 1996. Lagasetningin fól í sér ýmsar breytingar á skólahaldi á framhaldsskólastigi, svo sem aukið sjálfstæði skóla, aukna upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun um skólastarf, sjálfsmat skóla, nýjar áherslur vegna aðalnámskrár og skólanámskráa, breytta umgjörð starfsnáms, viðurkenningu einkaskóla og aukið eftirlit með starfsemi framhaldsskóla. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögunum 1998 og 1999.
    Í 46. gr. framhaldsskólalaganna er kveðið á um að menntamálaráðherra skuli gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum á þriggja ára fresti. Í skýrslu þessari sem tekur til skólaáranna 1996/1997, 1997/1998 og 1998/1999 er að finna margvíslegar upplýsingar um skólastarf á framhaldsskólastigi, t.d. um fjölda skóla, nemenda og kennara, skiptingu nemenda á námsbrautir, brautskráningar, reiknilíkan, skólasamninga og fjárveitingar til framhaldsskóla. Rétt er að benda á að vegna eðlis þeirra gagna sem liggja fyrir miðast upplýsingar í skýrslunni í mörgum tilvikum við almanaksárin 1996, 1997 og 1998.
    Í kjölfar lagasetningarinnar hafa verið settar fjölmargar reglugerðir við lögin, m.a. reglugerð um söfnun og dreifingu upplýsinga um skólastarf á framhaldsskólastigi, reglugerð um eftirlit með starfi framhaldsskóla og námsefni og um ráðgjöf vegna kennslu og þróunarstarfa, reglugerð um námssaminga og starfsþjálfun og reglugerð um kennslu fatlaðra nemenda í framhaldsskólum. (Sjá nánar viðauka I um útgefnar reglugerðir 1996–1998.) Í menntamálaráðuneytinu var stofnuð ný deild, mats- og eftirlitsdeild, en henni er m.a. ætlað að hafa umsjón með upplýsingaöflun um skólahald, sjá um úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla og úttekt á einstökum skólum og tilteknum þáttum skólastarfs. Árið 1997 var undirritaður samningur milli menntmálaráðuneytisins og Hagstofu Íslands um að sú stofnun annaðist aukna öflun tölfræðilegra upplýsinga um skólastigin fjögur. Hóf Hagstofa Íslands upplýsingaöflun samkvæmt samningnum skólaárið 1997/1998.
    Stefna menntamálaráðherra í notkun upplýsingatækni á sviðum mennta og menningar kom út á vordögum 1996 í ritinu Í krafti upplýsinga. Hefur síðan verið unnið að framkvæmd stefnunnar en sérstök fjárveiting var í fyrsta skipti veitt til málaflokksins í fjárlögum 1999 og rann hún m.a. til menntunar kennara á sviði upplýsingatækni, þróunar kennsluhugbúnaðar og tækjakaupa, auk þess sem hluta fjárins var varið til að þróa aðferðir við notkun upplýsingatækni í skólum.
    Gildandi námskrár á því tímabili sem skýrsla þessi nær til voru Námskrá handa framhaldsskólum frá 1990 og námskrár fyrir einstakar starfsgreinar eða greinaflokka, en vinna við gerð nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla hófst haustið 1996 og lauk vorið 1999. Þeim hluta námskrárinnar sem snýr að starfsnámi er ekki lokið. Námskrár fyrir sérdeildir framhaldsskóla og tónlistarnám eru á lokastigi. Unnið var að gerð nýrrar námskrár fyrir grunnskóla samhliða gerð námskrár fyrir framhaldsskóla og stefnt að því að koma á samfellu milli þessara skólastiga.
    Skólastefna menntamálaráðherra sem grundvöllur að nýjum námskrám fyrir grunn- og framhaldsskóla birtist í kynningarritinu Enn betri skóli. Þeirra réttur – okkar skylda sem menntamálaráðuneytið gaf út í febrúar 1998. Skólastefnan var kynnt á almennum fundum sem menntamálaráðherra hélt víða um land fyrri hluta árs 1998.
    Ný námskrá fyrir framhaldsskóla tók gildi 1. júní 1999. Einstakir framhaldsskólar gátu þó sótt um eins árs frestun á framkvæmd námskrárinnar til menntamálaráðuneytisins. Sóttu flestir framhaldsskólanna um frestun, en almennur hluti námskrárinnar tók þó að að mestu leyti gildi í öllum framhaldsskólum skólaárið 1999/2000. Nýja aðalnámskráin á að vera komin til fullrar framkvæmdar í öllu starfi framhaldsskóla eigi síðar en fimm árum frá gildistöku. Námskráin er gefin út í heftum fyrir einstakar greinar eða greinaflokka, auk almenns hluta. Útgefin námskrárhefti eru: almennur hluti, íslenska, erlend tungumál, stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsgreinar, listir, lífsleikni, upplýsinga- og tæknimennt og íþróttir.
    Menntamálaráðherra skipaði í desember 1996 samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi til fjögurra ára skv. 26. gr. laga um framhaldsskóla. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að vera menntamálaráðherra til ráðuneytis um starfsnám og setningu almennra reglna um skipan og framkvæmd starfsnáms. Nefndin er að stærstum hluta skipuð fulltrúum atvinnulífs en einnig sitja í henni m.a. fulltrúar kennara og skólastjórnenda og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Starfsgreinaráðum, sem eru skipuð til fjögurra ára skv. 28. gr. laga um framhaldsskóla, er ætlað að gera tillögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms. Fyrstu starfsgreinaráðin hófu störf í mars 1998. Starfsgreinaráð vinna nú að gerð tillagna að námskrám fyrir einstakar starfsgreinar og greinaflokka.
    Starfsgreinaráð eru fjórtán talsins. Þau eru eftirfarandi:

    Starfsgreinaráð bygginga- og mannvirkjagreina,
    Starfsgreinaráð farartækja- og flutningsgreina,
    Starfsgreinaráð matvæla- og veitingagreina,
    Starfsgreinaráð málm-, véltækni- og framleiðslugreina,
    Starfsgreinaráð uppeldis- og tómstundagreina,
    Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina,
    Starfsgreinaráð í öryggisvörslu, björgun og löggæslu,
    Starfsgreinaráð í heilbrigðisþjónustu og félagslegri þjónustu,
    Starfsgreinaráð í hönnun, listum og handverki,
    Starfsgreinaráð í náttúrunýtingu,
    Starfsgreinaráð í þjónustugreinum,
    Starfsgreinaráð í rafiðngreinum,
    Starfsgreinaráð sjávarútvegs- og siglingagreina,
    Starfsgreinaráð í verslunar- og skrifstofustörfum.

    Samstarfsnefnd framhaldsskóla, skipuð skólameisturum og rektorum undir forsæti menntamálaráðherra, skal skv. 5. gr. laga um framhaldsskóla fjalla um sameiginleg málefni framhaldsskóla og samræma störf þeirra. Hefð hefur skapast fyrir því að nefndin komi saman tvisvar á ári, á vor- og haustmissiri, og var svo á tímabilinu 1996–1998. Málefni sem fjallað hefur verið um á fundum nefndarinnar eru m.a. samningsstjórnun, reiknilíkan, námskrárgerð, inntökuskilyrði, mat og eftirlit.
    Frá 1995 hefur verið unnið að því að koma á skýrari verkaskiptingu og aukinni samvinnu milli framhaldsskóla og skapa með því grundvöll fyrir betri nýtingu fjármuna og auknum gæðum náms. Í þessu sambandi má nefna samstarf framhaldsskóla á Austurlandi annars vegar og Norðurlandi hins vegar. Hafa verið gerðir sérstakir samningar um það við framhaldsskóla í þessum landshlutum. Markmið samstarfsins er að bæta aðgengi nemenda á Norður- og Austurlandi að fjölbreyttu og vönduðu námi, nýta kennslukrafta og aðstöðu í sem flestra þágu og koma á markvissri samvinnu og verkaskiptingu milli framhaldsskóla.
    Á tímabilinu 1996–1998 hefur fjarnám verið að þróast og festast í sessi sem nýr valkostur á framhaldsskólastigi.
    Frá árinu 1998 hafa niðurstöður reiknilíkans í samræmi við 39. gr. laga um framhaldsskóla verið grundvöllur tillagna til fjárlaga og skólasamnings milli hvers framhaldsskóla og menntamálaráðuneytis. Skólasamningarnir kveða á um samskipti skóla og ráðuneytis vegna fjárframlaga, námsframboðs, markmiða í starfi og upplýsingagjafar o.fl. (Sjá nánar um reiknilíkan og skólasamninga í 6. kafla.)

1. Skólar.
Fjöldi og stærð framhaldsskóla.
    Framhaldsskólar flokkast í fjölbrautaskóla, iðnskóla, menntaskóla og sérskóla. Þessi flokkun er þó ekki nema að hluta lýsandi fyrir námsframboð skólanna.
    Sú þróun hefur orðið á síðustu árum að sérskólum á framhaldsskólastigi hefur fækkað þar sem hluti þeirra hefur færst á háskólastig. Í viðauka II með skýrslunni er að finna lista yfir framhaldsskóla eftir kjördæmum.
    Fjöldi framhaldsskóla hélst óbreyttur á tímabilinu 1996–1998 (sjá töflu 1.1). Ekki eru taldir með skólar sem formlega voru á framhaldsskólastigi, svo sem Fósturskóli Íslands og Þroskaþjálfaskóli Íslands, sem um árabil höfðu verið flokkaðir á háskólastigi samkvæmt alþjóðlegu flokkunarkerfi náms, ISCED, og hafa nú formlega færst upp á háskólastig. Sömuleiðis eru ekki taldir með skólar þar sem mestur hluti námsframboðs var flokkaður á háskólastigi samkvæmt fyrrnefndu kerfi, en boðið var upp á nám á framhaldsskólastigi, svo sem Tækniskóli Íslands (frumgreinadeild) og Myndlista- og handíðaskóli Íslands (fornám). Við nokkra skóla á landsbyggðinni eru starfrækt útibú, t.d. við Fjölbrautaskóla Vesturlands, Framhaldsskóla Vestfjarða og Verkmenntaskólann á Akureyri og eru nemendur þeirra taldir með í nemendafjöldatölum þessara skóla. Af 37 framhaldsskólum heyrðu þrír undir landbúnaðarráðuneytið, Bændaskólinn á Hólum, Bændaskólinn á Hvanneyri og Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum. Einn nýr framhaldsskóli tók til starfa árið 1996, Borgarholtsskóli í Reykjavík.
    Í töflu 1.1 eru framhaldsskólar flokkaðir eftir stærð, miðað við fjölda dagskólanemenda. Skólaárið 1998/1999 voru tíu af 37 skólum með 100 nemendur eða færri, þar af átta með færri en 50 nemendur. Sama skólaár voru sjö skólar með 800 eða fleiri nemendur. Í þessum sjö skólum voru 42% allra nemenda á framhaldsskólastigi. Fjölmennustu framhaldsskólar landsins á tímabilinu sem skýrslan nær til voru Iðnskólinn í Reykjavík með rúmlega 1.500 dagskólanemendur haustið 1998 og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með rúmlega 1.400 dagskólanemendur sama haust. Auk þess voru þessir tveir skólar með fjölmenna kvöldskóla. Fámennustu skólarnir haustið 1998, með 50 nemendur eða færri, voru Framhaldsskólinn í Skógum (starfsemi var hætt að loknu vormissiri 1999), Bændaskólinn á Hvanneyri, Bændaskólinn á Hólum, Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum, Tannsmiðaskóli Íslands, Listdansskóli Íslands, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík og Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað.

Tafla 1.1. Fjöldi skóla skipt eftir stærð skólaárin 1996/1997–1998/1999.


Fjöldi skóla**
Nemendafjöldi* 1996/1997 1997/1998 1998/1999
Færri en 50
8 7 8
51–100
3 4 2
101–200
3 4 5
201–400
6 4 4
401–600
5 6 6
601–800
6 5 5
801–1.000
3 4 3
Fleiri en 1.000
3 3 4
Alls
37 37 37

*Eingöngu er miðað við fjölda dagskólanemenda.
**Ekki eru meðtaldir skólar þar sem nemendur voru að meiri hluta til í námi sem flokkaðist á öðru skólastigi, svo sem Myndlista- og handíðaskóli Íslands og Tækniskóli Íslands. Nemendur í útibúum einstakra skóla eru taldir með móðurskólum.
Heimild: Menntamálaráðuneytið.
    Rúmur helmingur framhaldsskóla var í Reykjavík og á Reykjanesi eða 19. Á Suðurlandi voru fimm framhaldsskólar og fjórir á Austurlandi og Norðurlandi eystra (sjá töflu 1.2). Á öðrum landsvæðum voru framhaldsskólar einn til tveir.

Tafla 1.2. Fjöldi framhaldsskóla eftir landsvæðum 1996–1998.


1996–1998
Höfuðborgarsvæðið
18
Vesturland
2
Vestfirðir
1
Norðurland vestra
2
Norðurland eystra
4
Austurland
4
Suðurland
5
Suðurnes
1
Alls
37

Heimild: Menntamálaráðuneytið.

    Einkaskólar voru fjórir árið 1998, Verzlunarskóli Íslands, Framhaldsskólinn í Skógum, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað og Hússtjórnarskólinn í Reykjavík. Þrír síðastnefndu skólarnir voru gerðir að einkaskólum árið 1998.
    Kvöldskólar (öldungadeildir, meistaraskólar) á framhaldsskólastigi voru 15–16 á því tímabili sem um ræðir, þar af tæpur helmingur á landsbyggðinni (sjá töflu 1.3). Haustið 1998 voru fjölmennustu kvöldskólarnir við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Menntaskólann við Hamrahlíð og Iðnskólann í Reykjavík (á bilinu 400–900 nemendur). Við Verkmenntaskólann á Akureyri stunduðu tæplega 400 nemendur nám í kvöldskóla og fjarnámi haustið 1998, þar af mikill meiri hluti í fjarnámi, en skólinn hefur verið leiðandi hér á landi í þróun fjarnáms á framhaldsskólastigi. Kvöldskóli Verzlunarskóla Íslands starfaði síðast skólaárið 1997/1998.

Tafla 1.3. Kvöldskólar á framhaldsskólastigi eftir landsvæðum 1996–1999.


1996/1997 1997/1998 1998/1999
Höfuðborgarsvæðið
8 8 7
Vesturland
1 1 1
Vestfirðir
1 1 1
Norðurland vestra
0 0 0
Norðurland eystra
2 2 2
Austurland
1 2 2
Suðurland
1 1 1
Reykjanes
1 1 1
Alls
15 16 15

Heimildir: Hagstofa Íslands og menntamálaráðuneytið.

Skólatími.
    Í gildandi lögum um framhaldsskóla er ákvæði þess efnis að árlegur skólatími sé níu mánuðir og að kennsludagar skuli ekki vera færri en 145. Kjarasamningar kennara og fjármálaráðuneytis gera ráð fyrir 175 kennslu- og prófadögum á árlegum níu mánaða starfstíma. Menntamálaráðuneytið kannaði vorið 1998 fjölda kennslu- og prófadaga í framhaldsskólum á skólaárinu 1997/1998. Árið eftir gerði Hagstofa Íslands sambærilega könnun fyrir skólaárið 1998/1999. Meðalfjöldi reglulegra kennsludaga skólaárið 1997/1998 var 139, en 142 skólaárið 1998/1999. Skertir kennsludagar voru að meðaltali 4 fyrra skólaárið, en 3,5 seinna skólaárið. Myndir 1.1 og 1.2 sýna fjölda reglulegra og skertra kennsludaga eftir fjölda framhaldsskóla.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2. Nemendur.
Fjöldi nemenda.
    Fjöldi dagskólanemenda á framhaldsskólastigi var um 18 þúsund að hausti öll árin sem skýrslan nær til og eru þá meðtaldir nemendur í starfsþjálfun sem ekki eru skráðir í skóla. Karlar voru heldur fleiri en konur (sjá töflu 2.1). Séu nemendur í kvöldskólum framhaldsskóla taldir með, en kerfisbundin upplýsingaöflun um þá hófst ekki fyrr en haustið 1997, var heildarfjöldi nemenda á framhaldsskólastigi rúm 20 þúsund haustin 1997 og 1998 og voru konur orðnar nokkru fleiri en karlar haustið 1998 (sjá töflu 2.3).

Skipting nemenda eftir námsbrautum, kyni og aldursflokkum.
    Á tímabilinu 1996–1998 voru flestir dagskólanemendur skráðir á iðn- og tæknibrautir, raungreinabrautir og á svokallaðar almennar brautir, eða á bilinu 16–21% í hverjum þessara flokka (sjá töflu 2.1). Nemendur á almennum námsbrautum voru yfirleitt nemendur sem ekki höfðu valið sér námsbraut og voru í almennu bóknámi, t.d. nemendur á fyrsta ári í bekkjakerfi menntaskóla og nemendur í fornámi. Félagsfræðabrautir voru einnig fjölmennar. Fáir nemendur voru á heilsugæslubrautum, uppeldisbrautum og íþróttabrautum og listabrautum og fór þeim fækkandi frá 1996 nema á listabrautum þar sem þeim fjölgaði umtalsvert hlutfallslega, eða um 29%.

Tafla 2.1. Nemendur í dagskólum eftir námsbrautum og kyni,
að hausti 1996, 1997 og 1998.


1996 1997 1998
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Framhaldsskólastig
17.766 9.089 8.677 18.177 9.354 8.823 18.097 9.174 8.923
Almennar brautir
3.682 1.939 1.743 2.930 1.452 1.478 3.094 1.538 1.556
Málabrautir
1.741 443 1.298 1.741 423 1.318 1.643 373 1.270
Listabrautir
639 178 461 809 223 586 822 197 625
Uppeldis- og íþróttabrautir
726 318 408 571 264 307 496 219 277
Félagsfræðabrautir
2.293 757 1.536 2.418 854 1.564 2.505 860 1.645
Viðskipta- og hagfræða-
brautir
1.317 721 596 1.870 1.082 788 1.818 1.051 767
Raungreinabrautir
2.961 1.508 1.453 3.150 1.619 1.531 3.136 1.635 1.501
Iðn- og tæknibrautir
3.037 2.702 335 3.159 2.862 297 3.081 2.801 280
Búsýslubrautir, matvælabrautir, þjónustuiðnir
949 500 449 1.136 550 586 1.130 479 651
Heilsugæslubrautir
421 23 398 393 25 368 372 21 351

Skýringar: Iðnnemar á samningi eru meðtaldir. Hver nemandi er talinn aðeins einu sinni, þannig að stundi nemandi nám í tveimur skólum telst hann aðeins í öðrum þeirra. Fjöldatölur miðast við allt nám á framhaldsskólastigi. Heimildir: Landshagir 1998 og 1999.

    Mynd 2.1 sýnir að á tímabilinu var um ójafna kynjaskiptingu að ræða á mörgum námsbrautum framhaldsskólans, t.d. á iðn- og tæknibrautum og heilsugæslubrautum. Lítill munur var hins vegar á hlutfalli kvenna og karla á raungreinabrautum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    Í töflu 2.2 má sjá skiptingu dagskólanemenda eftir námsbrautum og aldursflokkum. Á fyrsta ári framhaldsskóla voru nemendur fjölmennastir á almennum brautum. Taflan sýnir m.a. háan aldur nemenda á iðn- og tæknibrautum á framhaldsskólastigi. Á þessum brautum voru að meðaltali 24% nemenda á tímabilinu 1996–1998 25 ára og eldri. Hlutfall 20 ára og eldri á þessum brautum lækkaði þó á tímabilinu úr 62% í 53%.


Tafla 2.2. Nemendur í dagskóla eftir námsbrautum og aldursflokkum, að hausti 1996, 1997 og 1998.



         1996          1997          1998

Alls
16 ára
og yngri
17–19
ára
20–24
ára
25 ára
og eldri

Alls
16 ára
og yngri
17–19
ára
20–24
ára
25 ára
og eldri

Alls
16 ára
og yngri
17–19
ára
20–24
ára
25 ára
og eldri
Framhaldsskólastig
17.766 4.052 8.606 3.474 1.634 18.177 3.890 8.981 3.529 1.777 18.097 3.888 9.069 3.348 1.792
Almennar brautir
3682 2424 867 170 221 2.930 1.858 618 189 265 3.094 1.930 714 159 291
Málabrautir
1.741 234 1.228 260 19 1.741 256 1.223 244 18 1.643 188 1.202 238 15
Listabrautir
639 81 244 184 130 809 86 311 254 158 822 94 316 254 158
Uppeldis- og íþróttabrautir
726 110 436 166 14 571 87 332 140 13 496 88 299 98 11
Félagsfræðabrautir
2293 250 1.385 565 93 2.418 291 1.488 544 95 2.505 275 1.573 553 104
Viðskipta- og hagfræða-
brautir

1.317

174

848

231

64

1.870

430

1.116

253

71

1.818

446

1.064

229

79
Raungreinabrautir
2.961 368 2.226 336 31 3.150 402 2.346 350 52 3.136 363 2.405 329 39
Iðn- og tæknibrautir
3.037 306 944 1.071 816 3.159 350 1.064 1.047 698 3.081 397 1.039 926 719
Búsýslubrautir, matvælabrautir og þjónustuiðnir

949

72

318

376

183

1.136

104

361

410

261

1.130

76

344

462

248
Heilsugæslubrautir
421 33 110 115 163 393 26 122 98 147 372 31 113 100 128

Sjá skýringar neðanmáls við töflu 2.1. Heimildir: Landshagir 1998 og 1999.     Sé miðað við heildarfjölda nemenda í dagskólum og kvöldskólum á framhaldsskólastigi 1997 og 1998 kemur í ljós að fjölmennustu námsbrautir voru þær sömu og í dagskóla einum (sjá töflur 2.1 og 2.3).

Tafla 2.3. Heildarfjöldi nemenda í dagskólum og kvöldskólum,
skipt eftir námsbrautum og kyni, að hausti 1997 og 1998.*


    1997     1998
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Framhaldsskólastig
20.596 10.300 10.296 20.406 10.053 10.353
Almennar brautir
3.924 1.778 2.146 3.959 1.789 2.170
Málabrautir
1.873 448 1.425 1.756 398 1.358
Listabrautir
894 247 647 915 220 695
Uppeldis- og íþróttabrautir
617 270 347 538 232 306
Félagsfræðabrautir
2.792 997 1.795 2.884 977 1.907
Viðskipta- og hagfræðabrautir
2.066 1.145 921 1.992 1.089 903
Raungreinabrautir
3.273 1.679 1.594 3.249 1.692 1.557
Iðn- og tæknibrautir
3.472 3.143 329 3.461 3.135 326
Búsýslubrautir, matvælabrautir,
þjónustuiðnir

1.194

560

634

1.181

492

689
Heilsugæslubrautir
491 33 458 471 29 442

*Ekki eru til sambærilegar tölur fyrir haustið 1996. Heimild: Landshagir 1999.

Skólasókn árganga 16–19 ára.
    Svipað hlutfall nemenda í árgöngum 16–19 ára sótti framhaldsskóla öll árin. Hlutfall kvenna í hverjum þessara árganga var hærra en karla. Við 16 ára aldur hófu 89% árgangs nám í framhaldsskólum á árunum 1996–1998, en 62–63% árgangs 19 ára voru þá við nám. Tölurnar benda til töluverðs brottfalls þar sem meiri hluti námsbrauta var skipulagður sem fjögurra ára nám. Auk þess er ekki unnt að fullyrða mikið um námsframvindu út frá tölunum, þ.e. hve hátt hlutfall t.d. 19 ára nemenda var komið að námslokum.

Tafla 2.4. Hlutfallsleg skólasókn (%) árganga 16–19 ára
í dagskóla eftir kyni, að hausti 1996, 1997 og 1998.


    1996     1997     1998
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
16 ára
89 87 90 89 87 91 89 87 91
17 ára
76 73 80 77 75 80 77 74 79
18 ára
67 65 70 66 64 68 66 62 71
19 ára
63 61 66 63 61 65 62 58 66

Skýringar: Fólk í reglubundnu námi frá og með fyrsta ári framhaldsskólastigs, innan lands og utan.
Heimild: Landshagir 1999.

    Tafla 2.5 sýnir hlutfallslega skólasókn nemenda sem hófu nám í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla, skólaárin 1995/1996–1998/1999, eftir kjördæmum.

Tafla 2.5. Hlutfallsleg skólasókn (%) 16 ára* nemenda
eftir kjördæmum, 1995/1996–1998/1999.


Kjördæmi Fæðingarár 1979, skólaár 1995/1996 Fæðingarár 1980, skólaár 1996/1997 Fæðingarár 1981, skólaár 1997/1998 Fæðingarár 1982, skólaár 1998/1999
Reykjavík
88,1 89,8 90,7 89,4
Reykjanes
87,4 89,7 88,6 88,3
Vesturland
86,8 88,5 82,9 92,3
Vestfirðir
83,7 84,7 85,1 82,6
Norðurland vestra
82,7 86,2 85,9 85,2
Norðurland eystra
85,7 85,6 83,9 86,3
Austurland
85,3 89,6 89,3 87,8
Suðurland
88,0 85,6 89,2 89,6
Alls
87,1 88,7 88,6 88,6

*Nemendur fæddir 1979–1982 með lögheimili á Íslandi samkvæmt nemendaskrá Hagstofu Íslands. Fjöldi nemenda er talinn um miðjan október á hverju skólaári. Lögheimili miðast við þjóðskrá 1. desember á hverju ári. Heimild: Hagstofa Íslands.

    Lítil sem engin breyting varð á hlutfallslegri skiptingu skólasóknar dagskólanemenda eftir landsvæði lögheimilis á tímabilinu. Um og yfir 63% framhaldsskólanemenda áttu lögheimili í Reykjavík og á Reykjanesi, rúm 10% á Norðurlandi eystra og um 8% á Suðurlandi. Önnur landsvæði voru á bilinu rúm 3% til 6% (sjá töflu 2.6).

Tafla 2.6. Skólasókn í dagskóla skipt eftir landsvæði lögheimila
nemenda að hausti 1996, 1997 og 1998.


1996 1997 1998
Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Reykjavík
6.386 35,9 6.501 35,8 6.494 35,9
Reykjanes
4.796 27,0 5.037 27,7 4.936 27,3
Vesturland
1.015 5,7 1.036 5,7 1.064 5,9
Vestfirðir
576 3,2 562 3,1 572 3,2
Norðurland vestra
731 4,1 733 4,0 742 4,1
Norðurland eystra
1.840 10,4 1.881 10,3 1.846 10,2
Austurland
864 4,9 899 4,9 902 5,0
Suðurland
1.498 8,4 1.440 7,9 1.455 8,0
Erlendis
60 0,3 88 0,5 86 0,5
Alls
17.766 100,0 18.177 100,0 18.097 100,0

Heimildir: Landshagir 1997, 1998 og 1999.

Nemendur í kvöldskólum.
    Áreiðanlegar tölur um fjölda nemenda í kvöldskólum á framhaldsskólastigi (öldungadeildir, meistaraskólar) og skiptingu eftir kyni og námsbrautum eru einungis til fyrir haustin 1997 og 1998. Langflestir voru skráðir á almennar brautir en þar næst á félagsfræðabrautir og iðn- og tæknibrautir. Konur voru að meðaltali um 61% allra nemenda í kvöldskólum á fyrrnefndu tímabili, en aðeins tæp 3% þeirra voru á iðn- og tæknibrautum. Aftur á móti voru tæp 34% karla á þessum brautum (sjá töflu 2.7).

Tafla 2.7. Nemendur í kvöldskólum eftir námsbrautum
og kyni að hausti 1997 og 1998.


    1997     1998
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Framhaldsskólastig
2.419 946 1.473 2.309 879 1.430
Almennar brautir
994 326 668 865 251 614
Málabrautir
132 25 107 113 25 88
Listabrautir
85 24 61 93 23 70
Uppeldis- og íþróttabrautir
46 6 40 42 13 29
Félagsfræðabrautir
374 143 231 379 117 262
Viðskipta- og hagfræðabrautir
196 63 133 174 38 136
Raungreinabrautir
123 60 63 113 57 56
Iðn- og tæknibrautir
313 281 32 380 334 46
Búsýslubrautir, matvælabrautir,
þjónustuiðnir
58 10 48 51 13 38
Heilsugæslubrautir
98 8 90 99 8 91

Sjá skýringar neðanmáls við töflu 2.1. Heimildir: Landshagir 1999 og menntamálaráðuneytið.

Sérkennsla.
    Sérkennsla í framhaldsskólum er ætluð fötluðum nemendum samkvæmt skilgreiningu á hugtakinu fatlaður í 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, sbr. 19. gr. gildandi laga um framhaldsskóla og reglugerð um kennslu fatlaðra nemenda í framhaldsskólum, nr. 372/1998. Tafla 2.8 sýnir nokkrar sveiflur í tegund þjónustu sem nemendur í sérkennslu nutu á skólaárunum 1996/1997–1998/1999, en litla aukningu á heildarfjölda nemenda á tímabilinu. Þjónusta í þessum málaflokki hefur aukist eins og auknar fjárveitingu á tímabilinu benda til. Skólaárið 1996/1997 var tæpum 60 millj. kr. veitt til sérkennslu í framhaldsskólum, en skólaárið 1998/1999 rúmum 85 millj. kr. (sjá töflu 6.3). Greina má þróun í þá átt að sá hluti þjónustu við fatlaða í framhaldsskólum sem skilgreindur var sem einstaklingsaðstoð færðist í auknum mæli yfir í nám í sérdeildum sem skipulagt var sem allt að tveggja ára nám. Þetta kom fram á skólaárinu 1998/1999 en þá voru sérdeildir við ellefu framhaldsskóla, en höfðu verið við átta skóla skólaárin 1996/1997 og 1997/1998. Skólaárið 1999/2000 bjóða fjórtán skólar nám í sérdeildum. Árið 1999 var mörkuð sú stefna að gefa nemendum í sérdeildum kost á að hefja nám á þriðja námsári skólaárið 2000/2001 og er tekið tillit til þess í fjárlögum fyrir árið 2000.

Tafla 2.8. Nemendur í sérkennslu skólaárin 1996/1997–1998/1999.

1996/1997 1997/1998 1998/1999
Haust Vor Haust Vor Haust Vor
Nemendur í sérdeildum
87 50 55 62 78 105
Nemendur með einstaklingsaðstoð
78 70 85 77 61 71
Nemendur í sérkennslu alls
165 120 140 139 139 176

Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Sérstök íslenskukennsla.
    Í 20. gr. laga um framhaldsskóla er kveðið á um rétt nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku til sérstakrar íslenskukennslu. Lagaákvæðið tekur einnig til nemenda sem dvalist hafa langdvölum erlendis, svo og til heyrnarlausra nemenda. Í reglugerð nr. 329/1997, um sérstaka íslenskukennslu í framhaldsskólum, er nánar kveðið á um íslenskukennslu þessara nemenda. Í nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá 1999 er fjallað um íslensku sem annað tungumál, íslensku fyrir heyrnarlausa og íslenskt táknmál.

Brautskráningar.
    Skólaárin frá 1995/1996–1998/1999 voru brautskráningar úr framhaldsskólum að meðaltali um 4.600 (sjá töflu 2.9). Flestir útskrifuðust með stúdentspróf. Sveinspróf voru að meðaltali um 700 á skólaári. Hlutfall kvenna sem lauk sveinsprófi var mjög lágt, eða að meðaltali tæp 15%. Önnur framhaldsskólapróf voru próf af ýmsum styttri námsbrautum, svo sem verslunarpróf, lokapróf af uppeldisbrautum, heilsugæslubrautum og íþróttabrautum og próf í tækniteiknun.


Tafla 2.9. Fjöldi brautskráninga eftir kyni, námsbrautum og prófgráðu, skólaárin 1995/1996–1998/1999.


1995/96

1996/97

1997/98

1998/99*
Hlutfall kynja að meðaltali
Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur % Karlar % Konur
Framhaldsskólastig
4.487 2.489 1.998 4.360 2.428 1.932 4.773 2.671 2.102 4.621 2.461 2.160 55 45
Almennar brautir
95 55 40 111 67 44 74 51 23 108 69 39 62 38
Málabrautir
381 84 297 378 89 289 358 73 285 380 79 301 22 78
Listabrautir
95 33 62 86 31 55 108 38 70 128 39 89 34 66
Uppeldis- og íþróttabrautir
95 29 66 104 38 66 120 48 72 93 36 57 37 63
Félagsfræðabrautir
583 203 380 537 140 397 521 162 359 556 168 388 31 69
Viðskipta- og hagfræða-
brautir

719

374

345

667

323

344

733

364

369

726

381

345

51

49
Raungreinabrautir
669 361 308 657 345 312 733 376 357 790 387 403 52 48
Iðn- og tæknibrautir
1.229 1.134 95 1.290 1.212 78 1.436 1.342 94 1.254 1.146 108 93 7
Búsýslubrautir, matvælabrautir, þjónustuiðnir

463

209

254

384

178

206

501

210

291

465

153

312

41

59
Heilsugæslubrautir
158 7 151 146 5 141 189 7 182 121 3 118 4 96
Prófgráður
Burtfararpróf úr iðn
455 350 105 463 393 70 502 414 88 535 406 129 80 20
Sveinspróf
687 590 97 644 568 76 793 689 104 724 583 141 85 15
Stúdentspróf
2.133 893 1.240 2.047 791 1.256 2.186 893 1.293 2.260 923 1.337 41 59
Önnur framhaldsskólapróf
1.212 656 556 1.206 676 530 1.292 675 617 1.102 549 553 53 47
Iðnmeistarapróf**
77 54 23 62 48 14 61 47 14 97 87 10 79 21

Skýringar: Gögnum er safnað frá framhaldsskólum um nemendur sem útskrifast úr dagskóla, kvöldskóla eða fjarnámi í lok hvers missiris. Upplýsingar um sveinspróf eru frá menntamálaráðuneytinu. Sami nemandi getur útskrifast af fleiri en einni námsbraut á sama ári.
*Tölur fyrir skólaárið 1998/99 eru bráðabirgðatölur.
**Iðnmeistarapróf er flokkað á háskólastigi af Hagstofu Íslands.
Heimildir: Landshagir 1998 og 1999.     Hlutfall brautskráðra stúdenta af tölu tvítugra hækkaði á tímabilinu úr 50 í 52%. Öll skólaárin var hlutfall brautskráðra kvenna af tölu tvítugra um og yfir 60% en sama hlutfall karla um og yfir 40% (sjá töflu 2.10).

Tafla 2.10. Brautskráðir stúdentar í hlutfalli (%)
við tölu tvítugra skólaárin 1995/1996–1997/1998.

Alls Karlar Konur
1995/96
49,9 40,8 59,5
1996/97
51,0 39,4 62,6
1997/98
52,2 42,3 62,3

Heimild: Landshagir 1999.

    Í töflu 2.11 má sjá hlutfall útskrifaðra nemenda af innrituðum fæddum 1976–1979 á tímabilinu 1995–1999 með einhver lokapróf úr framhaldsskólum. Eingöngu er miðað við nemendur sem hófu nám í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla. Taflan sýnir að þetta hlutfall var að meðaltali hæst í Reykjavík. Þar næst komu Reykjanes og Suðurland. Lægst var hlutfallið á Vestfjörðum og þar næst á Vesturlandi. Bent er á að nemendurnir hafa haft mislangan tíma til að ljúka námi, þ.e. nemendur fæddir 1976 lengstan, eða sjö ár.

Tafla 2.11. Hlutfall (%) útskrifaðra skólaárin 1995/1996–1998/1999
af innrituðum nemendum fæddum 1976–1979, eftir kjördæmum.


Fæðingarár
Kjördæmi 1976 1977 1978 1979 Alls
Reykjavík
64,5 63,7 51,4 43,0 55,3
Reykjanes
57,8 55,7 49,1 37,5 49,6
Vesturland
53,5 52,4 45,0 32,8 45,1
Vestfirðir
47,6 35,7 39,5 26,6 37,1
Norðurland vestra
53,1 51,7 46,7 35,4 46,5
Norðurland eystra
54,1 57,8 48,1 36,8 48,5
Austurland
57,8 52,9 41,3 32,7 46,2
Suðurland
56,9 53,3 50,0 36,3 49,1
Lögheimili erlendis
85,7 75,0 16,7 20,0 50,0
Alls
59,0 57,4 48,7 38,3 50,4

Skýringar: Hver nemandi er aðeins talinn einu sinni, þ.e. þegar hann útskrifast síðast á tímabilinu. Alls útskrifuðust 8.359 nemendur 10.043 sinnum. Eingöngu eru teknir með nemendur sem fóru beint í framhaldsskóla að loknu grunnskólaprófi, þ.e. nemendur sem fóru 16 ára eða á 16. ári í framhaldsskóla ár hvert.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Tafla 2.12. Samtals hlutfall (%) útskrifaðra skólaárin 1995/1996–1998/1999
af innrituðum nemendum fæddum 1976–1979, skipt eftir kyni.


Fæðingarár
Kyn 1976 1977 1978 1979 Alls
Karlar
54,4 51,7 42,8 33,9 45,2
Konur
63,5 62,8 54,5 42,6 55,5
Alls
59,0 57,4 48,7 38,3 50,4

Sjá skýringar neðanmáls við töflu 2.11.

3. Mat.
Námsmat.
    Samkvæmt 24. gr. laga nr. 80/1996, með áorðnum breytingum, skal almennt námsmat vera í höndum kennara og deildarstjóra og skal matið byggjast á markmiðum skólastarfs sem kveðið er á um í aðalnámskrá og skólanámskrá. Í lagagreininni er einnig ákvæði um að stúdentspróf skuli samræmd í tilteknum greinum og að í reglugerð skuli setja ákvæði um samræmingu stúdentsprófa og framkvæmd þeirra. Lagaákvæði um samræmd stúdentspróf kemur ekki til framkvæmda fyrr en skólaárið 2003/2004. Námi í löggiltum iðngreinum lýkur með sveinsprófi og kveður ráðherra á um samræmingu sveinsprófa með reglugerð. Skv. 5. gr. reglugerðar um sveinspróf, nr. 278/1997, skal menntamálaráðherra skipa sveinsprófsnefndir til að hafa yfirumsjón með undirbúningi og fyrirkomulagi sveinsprófa. Einnig er menntamálaráðherra heimilt skv. 24. gr. framhaldsskólalaganna að ákveða með reglugerð að lokapróf í tilteknum greinum af öðrum námsbrautum skuli vera samræmd að fenginni umsögn viðkomandi starfsgreinaráðs ef um starfsnám er að ræða.
    Haustið 1996 var að frumkvæði menntamálaráðuneytisins haldið samræmt könnunarpróf í ensku fyrir nemendur á síðasta námsári í framhaldskóla og nemendur sem lokið höfðu fyrsta ári. Framkvæmd prófsins var í höndum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Niðurstöður prófsins voru ekki birtar opinberlega en einstökum skólum var kynntur árangur nemenda skólans á prófinu, m.a. með tilliti til samanburðar við aðra.

TIMSS-rannsókn.
    TIMSS      ( Third International Mathematics and Science Study) er fjölþjóðleg rannsókn á vegum IEA (International Association of Educational Achievement) á kunnáttu nemenda í stærðfræði og náttúrufræði í 45 löndum í grunn- og framhaldsskólum. Hérlendis voru þátttakendur 12.000 nemendur, 200 skólastjórar og 600 kennarar í grunn- og framhaldsskólum. Rannsóknin var gerð á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála sem ásamt menntamálaráðuneytinu fjármagnaði hana.
    Þátttökuþjóðir í TIMSS á framhaldskólastigi voru 23. Valin voru þrjú úrtök nemenda í framhaldsskóla: 1) þeir sem voru að ljúka einhverju námi (bók-, verk- og tækninámi), 2) þeir sem tóku mesta stærðfræði og 3) þeir sem tóku mesta eðlisfræði. Íslenskir framhaldsskólanemar voru eingöngu þátttakendur í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Gagnasöfnun fór fram á vormissiri 1996. Allir nemendur sem voru að ljúka einhverju námi í framhaldsskóla á Íslandi voru boðaðir til þátttöku í þessum hluta rannsóknarinnar. Skilgreint úrtak var 2.500 nemendur en rúmlega 1.800 nemendur tóku þátt, auk skólameistara og kennara.

Læsi í stærðfræði og náttúrufræði.
    Í þeim hluta rannsóknarinnar sem Ísland tók þátt í var metið svokallað stærðfræði- og náttúrufræðilæsi nemenda á lokaári í framhaldsskóla á öllum námsbrautum (bóknáms-, verknáms- og tæknibrautum). Starfsumhverfi skóla var metið með spurningalistum sem skólameistarar svöruðu og einnig var bakgrunnur nemenda kannaður með spurningalistum. Loks var lagt mat á efni aðalnámskráa og námsbóka í stærðfræði og eðlisfræði með ítarlegri innihaldsgreiningu á efni þeirra.
    Þegar námsárangur nemenda í framhaldsskóla er borinn saman milli landa er mikilvægt að hafa upplýsingar um hversu stór hluti árgangs er enn í skóla í hverju landi. Reiknaður var sérstakur stuðull í TIMSS til að gefa upplýsingar um þetta. Þessi stuðull er lágur fyrir Ísland sem vafalítið hefur áhrif til hækkunar á meðaltali námsárangurs íslensku nemendanna í stærðfræði og náttúrufræði.

Helstu niðurstöður.
    Meiri óvissa ríkir um niðurstöður Íslands úr framhaldsskólahluta TIMSS en um niðurstöður úr TIMSS í grunnskólanum. Þetta stafar af tvennu: 1) háu brotthvarfi nemenda úr námi á framhaldsskólastigi á Íslandi og 2) brottfalli í úrtaki rannsóknarinnar á framhaldsskólastigi. Fyrra atriðið endurspeglar þá staðreynd að lægra hlutfall hvers árgangs lýkur einhverju framhaldsskólanámi á Íslandi en hjá flestum þátttökuþjóðunum. Síðara atriðið endurspeglar sérkenni úrtaksins þar sem 74% af skilgreindu þýði á Íslandi tók þátt. Með nokkurri vissu má gera ráð fyrir því að námsárangur þeirra nemenda sem ekki tóku þátt í rannsókninni sé almennt lakari en þeirra sem tóku þátt. Bæði þessi atriði valda skekkju í þá átt að námsárangur íslenskra nemenda virðist betri í heild en hann er í raun þegar hann er borinn saman við námsárangur nemenda þjóða þar sem stærri hluti árgangs lýkur námi úr framhaldsskóla. Til að nálgast rétta mynd af frammistöðu íslenskra nemenda í samanburði við framhaldsskólanemendur hjá öðrum þjóðum er því nauðsynlegt að taka mið af þessum atriðum við túlkun niðurstaðanna.
     Lengd skólaársins. Skólaárið í íslenskum framhaldsskólum er talsvert styttra en hjá flestum þátttökuþjóðum í TIMSS. Bæði í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi er fjöldi skóladaga á ári hverju færri en hjá flestum þátttökuþjóðunum. Í báðum tilvikum er fjöldi skóladaga fyrir neðan alþjóðlegt meðaltal í þessu efni.
     Lengd skólagöngu. Íslenskir framhaldsskólanemar eru elstir í þátttökulöndum TIMSS þegar þeir ljúka námi. Meðalaldur íslenskra framhaldsskólanema er 21,2 ár þegar þeir ljúka námi en alþjóðlegt meðaltal er 18,7 ár. Þetta stafar aðallega af því að framhaldsskólanám er lengra hérlendis en í nánast öllum þátttökulöndum í TIMSS og að nemendur eru lengur að ljúka náminu en formleg lengd námsins segir til um.
     Brotthvarf úr námi. Hlutfall árgangs sem lýkur einhverju framhaldsskólanámi á Íslandi er með því lægsta á meðal þátttökuþjóða TIMSS. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar lýkur 55% árgangs á Íslandi einhverju námi á framhaldsskólastigi. Það er marktækt lægra hlutfall en meðalhlutfall í þessu efni hjá þátttökuþjóðunum.
     Áherslur í námi. Í sumum þátttökulöndum TIMSS er sterk verknámshefð og tiltölulega hátt hlutfall hvers árgangs sem stundar verknám. Í öðrum löndum, þar á meðal Íslandi, er þessu öfugt farið þar sem stór hluti hvers árgangs stundar bóklegt nám á framhaldsskólastigi. Tilhneiging er í þá átt að hátt hlutfall árgangs í bóknámi haldist í hendur við tiltölulega lágt hlutfall árgangs sem lýkur einhverju framhaldsnámi. Meðalhlutfall nemenda á bóknámsbrautum var samkvæmt könnuninni 82% á Íslandi og 62% á Norðurlöndum, meðan alþjóðlegt meðaltal var 49%.
    Í flestum þátttökulöndum TIMSS var hátt hlutfall nemenda í einhverjum stærðfræðiáfanga við lok náms á bók- og verknámsbrautum. Á Íslandi voru 65% framhaldsskólanema í einhverjum stærðfræðiáfanga við lok náms en 85% að meðaltali í öðrum þátttökulöndum.
    Áhersla á náttúrufræðigreinar á lokaári námsbrauta í framhaldsskólum annarra landa er meiri en á Íslandi þegar litið er á hlutfall nemenda í tveimur eða fleiri náttúrufræðiáföngum.
     Námsárangur í stærðfræði- og náttúrufræðilæsi. Frammistaða íslenskra framhaldsskólanema í stærðfræði- og náttúrufræðilæsi var umtalsvert betri en frammistaða grunnskólanema í stærðfræði og náttúruvísindum í TIMSS. Þetta á við þegar heildarframmistaða er skoðuð og einnig þegar frammistaða þess fjórðungs íslenskra nemenda sem stendur sig best er skoðuð.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á mynd 3.1 kemur fram að íslenskir framhaldsskólanemar eru marktækt fyrir ofan alþjóðlegt meðaltal í úrtakinu í heild en rétt fyrir ofan alþjóðlegt meðaltal þegar frammistaða 25% bestu nemenda er skoðuð sérstaklega. Síðari niðurstaðan er líklegri til að endurspegla almenna kunnáttu í raungreinum í framhaldsskóla fremur en niðurstaðan í úrtakinu í heild. Frammistaða íslensku framhaldsskólanemanna er betri í náttúrufræðilæsi en stærðfræðilæsi (sjá mynd 3.2).

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     Námsárangur í stærðfræði- og náttúrufræðilæsi eftir námsbrautum. Á Íslandi er frammistaða nemenda á bóknámsbrautum marktækt betri en frammistaða nemenda á verknámsbrautum. Í báðum tilvikum er frammistaða nemendanna í úrtakinu í heild yfir alþjóðlegu meðaltali. Munur á frammistöðu nemenda í bók- og verknámi er hvergi minni í þátttökulöndum TIMSS en á Íslandi.
     Kynjamunur á námsárangri í stærðfræði- og náttúrufræðilæsi. Kynjamunur er áberandi og marktækur í stærðfræði- og náttúrufræðilæsi á Íslandi eins og í nánast öllum þátttökulöndum TIMSS. Á Íslandi er kynjamunur meiri en alþjóðlegt meðaltal í þessu efni. Eins og í flestum þátttökulöndum TIMSS er mismunur á árangri kynjanna á Íslandi meiri í náttúrufræðilæsi en stærðfræðilæsi, körlum í hag.
    Í flestum þátttökulöndunum er ekki kynjamunur á viðhorfum nemenda til stærðfræðinnar. Undantekning frá þessari meginreglu kemur meðal annars fram á Íslandi þar sem karlar eru marktækt jákvæðari í garð stærðfræðinnar en konur.
     Bakgrunnur nemenda og námsárangur. Í flestum þátttökulandanna var jákvætt samband milli viðhorfa nemenda til stærðfræði og frammistöðu þeirra á kunnáttuprófum í stærðfræði. Eftir því sem afstaða nemenda er jákvæðari til námsgreinarinnar þeim mun betri er námsárangur þeirra í stærðfræði.
    Skýrt jákvætt samband kemur fram milli menntunar foreldra og námsárangurs nemenda í öllum þátttökulöndunum. Hliðstætt samband kemur einnig fram í báðum úrtökum grunnskólans.
    Tölvunotkun íslenskra framhaldsskólanema er með því mesta í þátttökulöndunum. 26% þeirra nota tölvur daglega og 40% þeirra einu sinni í viku. Í um það bil helmingi þátttökulandanna, þar á meðal Íslandi, á það við að þeir nemendur sem nota tölvur mest ná bestum námsárangri í stærðfræði og náttúrufræði.
    Ísland er í hópi nokkurra þjóða þar sem algengast er að nemendur vinni með námi. Hjá þessum þjóðum vinnur um og yfir fjórðungur nemenda þrjár klukkustundir eða meira með námi. Námsárangur nemenda í stærðfræði og náttúrufræði verður lakari eftir því sem nemendur vinna meira með námi. Þetta á við í flestum þátttökulöndunum, þar á meðal Íslandi.

Sjálfsmat.
    Í 23. gr. framhaldsskólalaga er kveðið á um að sérhver skóli skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið. Jafnframt er ákvæði þess efnis að á fimm ára fresti skuli að frumkvæði menntamálaráðuneytisins gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla. Ákvæðið um úttekt á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla kemur til framkvæmda skólaárið 2001/2002. Menntamálaráðuneytið gaf árið 1997 út bæklinginn Sjálfsmat skóla: leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar.
    Menntamálaráðuneytið kannaði stöðu sjálfsmats í framhaldskólum vorið 1998. Könnunin náði til þrjátíu framhaldsskóla en einungis nítján svöruðu eða 63%. Niðurstöður eru því ekki marktækar og eru birtar hér með fyrirvara. Mynd 3.3 sýnir að allir skólarnir sem svöruðu höfðu unnið eitthvað að sjálfsmati en að þeir voru mislangt á veg komnir. Í 58% skóla hafði farið fram kerfisbundið mat á ákveðnum þáttum skólastarfs og í 47% skólanna stóð gagnaöflun vegna sjálfsmats yfir. Heildarmat hafði farið fram í 10% skólanna. Sjálfsmatsskýrsla hafði verið unnin í 15% skólanna og 37% voru að vinna að gerð sjálfsmatsskýrslu þegar könnunin var gerð. Um þriðjungur skólanna sagðist hafa gert umbótaáætlun í kjölfar sjálfsmats.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Fyrrnefnd könnun á stöðu sjálfsmats leiddi enn fremur í ljós að í um 90% tilvika tóku skólastjórnendur og kennarar þátt sjálfsmatinu og að í um 84% tilvika tóku nemendur þátt. Aðrir voru sjaldnar þátttakendur, foreldrar t.d. í 21% tilvika og eldri nemendur í 32% tilvika.
    Á árunum 1997 og 1998 átti menntamálaráðuneytið aðild að evrópsku tilraunaverkefni um mat á gæðum skólastarfs. Verkefnið var á vegum Evrópusambandsins og tóku 101 unglinga- og framhaldsskóli í átján löndum þátt. Tveir íslenskir framhaldsskólar voru þátttakendur í verkefninu, Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn við Sund. Með þátttöku í þessu evrópska verkefni um sjálfsmat öðluðust íslensku skólarnir margvíslega reynslu sem þeir einnig miðluðu til annarra framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytið lét þýða leiðbeiningarit sem gefin voru út vegna verkefnisins og var þeim m.a. dreift til allra framhaldsskóla.

Ytra mat.
    Í 2. gr. reglugerðar um eftirlit með starfi framhaldsskóla og námsefni og um ráðgjöf vegna kennslu og þróunarstarfa, nr. 139/1997, er kveðið á um að menntamálaráðherra geti látið fara fram úttekt á starfi framhaldsskóla. Slík úttekt getur miðast við ákveðna þætti skólastarfs eða heildarmat á starfi einstakra framhaldsskóla. Heildarúttekt á starfi einstakra framhaldsskóla hefur ekki farið fram, nema gerð var heildarúttekt á Reykholtskóla 1996–1997, en skólinn var þá útibú frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Einnig var 1997 gerð úttekt á Fiskvinnsluskólanum, en rekstur hans var þá tengdur Flensborgarskólanum. Menntamálaráðuneytið hefur hins vegar látið gera úttektir á ákveðnum þáttum í starfi nokkurra framhaldsskóla. Sem dæmi má nefna úttekt á fjarkennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri 1996–1997, úttekt á tilraunanámi í bókiðngreinum í Iðnskólanum í Reykjavík 1997 og úttekt á stjórnun í Iðnskólanum í Reykjavík 1998–1999. Upplýsingar um einstakar úttektir er að finna á heimasíðu menntamálaráðuneytisins (www.mrn.stjr.is).

4. Starfsfólk.
Lögverndunarlög.
    Ný lög um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra voru samþykkt af Alþingi árið 1998. Breytingar frá fyrri löggjöf eru m.a. þær að þeir sem aflað hafa sér verulegrar fagmenntunar umfram það lágmark sem lögin gera ráð fyrir þurfa að taka 15 einingar í uppeldis- og kennslufræði í stað 30 áður til að öðlast kennsluréttindi. Sama gildir um iðnmeistara og tæknifræðinga að uppfylltum vissum skilyrðum. Einnig eru það nýmæli í lögunum að í leyfisbréf skal skrá kennslugrein eða sérsvið viðkomandi framhaldsskólakennara samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.

Kennarar og leiðbeinendur.
    Litlar breytingar hafa orðið á fjölda framhaldsskólakennara á tímabilinu 1996–1998 (sjá töflu 4.1). Hlutfall réttindakennara á landinu öllu var um 77% skólaárið 1996/1997 en lækkaði í 75% tvö seinni skólaár tímabilsins. Sé hins vegar miðað við fjölda stöðugilda (sjá töflu 4.2) var 84% kennslu í höndum réttindakennara skólaárið 1996/1997, en hafði lækkað í 81% 1998/1999. Hæst var hlutfall leiðbeinenda miðað við stöðugildi á Vestfjörðum eða 57% skólaárið 1996/1997, 48% 1997/1998 og 44% 1998/1999. Skólaárið 1998/1999 var 37% stöðugilda í höndum leiðbeinenda á Norðurlandi vestra og Austurlandi og 36% á Vesturlandi. Lægst var hlutfall leiðbeinenda í Reykjavík á tímabilinu miðað við stöðugildi, eða 11% 1996/ 1997 og 14% 1997/1998 og 1998/1999. Á Reykjanesi og Suðurlandi voru hlutföll stöðugilda leiðbeinenda næstlægst á tímabilinu eða 18–20%. Sé hins vegar miðað við fjölda leiðbeinenda voru hlutfallstölur hærri í öllum tilvikum sem tilgreind eru hér að framan.


Tafla 4.1. Fjöldi og hlutfall kennara og leiðbeinenda skólaárin
1996/1997–1998/1999, skipt eftir landsvæðum.


1996/1997 1997/1998 1998/1999
Kennarar Leiðbeinendur Alls við Kennarar Leiðbeinendur Alls við Kennarar Leiðbeinendur Alls við
Fjöldi % Fjöldi % kennslu Fjöldi % Fjöldi % kennslu Fjöldi % Fjöldi % kennslu
Reykjavík
610 82,8 127 17,2 737 634 79,9 159 20,1 793 580 81,9 128 18,1 708
Reykjanes
184 73,9 65 26,1 249 197 74,6 67 25,4 264 208 74,0 73 26,0 281
Vesturland
37 72,5 14 27,5 51 37 66,1 19 33,9 56 32 61,5 20 38,5 52
Vestfirðir
12 40,0 18 60,0 30 10 31,3 22 68,8 32 11 34,4 21 65,6 32
Norðurland vestra
20 64,5 11 35,5 31 21 63,6 12 36,4 33 20 57,1 15 42,9 35
Norðurland eystra
125 77,2 37 22,8 162 129 72,5 49 27,5 178 138 71,9 54 28,1 192
Austurland
44 64,7 24 35,3 68 44 62,0 27 38,0 71 40 59,7 27 40,3 67
Suðurland
84 74,3 29 25,7 113 85 73,3 31 26,7 116 77 74,8 26 25,2 103
Landið allt
1.116 77,4 325 22,6 1.441 1.157 75,0 386 25,0 1543 1.106 75,2 364 24,8 1.470

Heimild: Menntamálaráðuneytið.


Tafla 4.2. Fjöldi og hlutfall stöðugilda* eftir landsvæðum
skólaárin 1996/1997–1998/1999.


1996/1997 1997/1998 1998/1999

Kennarar

Leiðbeinendur
Stöðu- gildi
Kennarar

Leiðbeinendur
Stöðu- gildi
Kennarar

Leiðbeinendur
Stöðu- gildi
Stöðugildi % Stöðugildi % alls Stöðugildi % Stöðugildi % alls Stöðugildi % Stöðugildi % alls
Reykjavík
730,91 88,7 92,67 11,3 823,58 796,38 85,9 130,81 14,1 927,19 737,6 16,6 122,71 14,3 860,31
Reykjanes
214,24 80,8 50,95 19,2 265,19 258,28 80,2 63,85 19,8 322,13 279,27 25,6 71,45 20,4 350,72
Vesturland
37,89 80,5 9,16 19,5 47,05 48,4 72,9 18,01 27,1 66,41 41,42 56,9 23,58 36,3 65
Vestfirðir
11,02 43,1 14,54 56,9 25,56 14,79 51,9 13,72 48,1 28,51 16,84 79,0 13,31 44,1 30,15
Norðurland vestra
24,91 68,7 11,36 31,3 36,27 29,86 69,0 13,44 31,0 43,3 29,5 57,5 16,95 36,5 46,45
Norðurland eystra
150,37 81,2 34,92 18,8 185,29 167,48 80,7 39,93 19,3 207,41 172,86 26,0 44,92 20,6 217,78
Austurland
43,11 71,9 16,84 28,1 59,95 49,85 68,4 23,07 31,6 72,92 43,6 59,0 25,73 37,1 69,33
Suðurland
103,73 82,3 22,31 17,7 126,04 112,29 80,9 26,46 19,1 138,75 102,25 24,9 25,45 19,9 127,7
Landið allt
1.316,18 83,9 252,75 16,1 1.568,93 1.477,33 81,8 329,29 18,2 1.806,62 1.423,34 80,5 344,1 19,5 1.767,44

*Fjöldi stöðugilda reiknaður út frá heildarkennslumagni. Heimild: Menntamálaráðuneytið.
Stjórnendur.
    Tafla 4.3 sýnir að átta konur gegndu embættum skólameistara og rektora skólaárin 1997/ 1998 og 1998/1999 (febrúar bæði árin), sem er 22%. Aðstoðarskólameistarar voru 27, þar af þrjár konur, eða 11%. Stjórnendur á kennslusviði (svo sem áfangastjórar, kennslustjórar og deildarstjórar) voru fyrra skólaárið 212 (44% konur og 56% karlar), en 377 (42% konur og 58% karlar) seinna árið og hafði fjölgað um 78%. Skýringin getur að einhverju leyti verið ónákvæm upplýsingagjöf frá skólunum fyrra árið. Á sama tímabili voru karlar 57% starfsfólks við kennslu í framhaldsskólum en konur 43%.

Tafla 4.3. Fjöldi og hlutfall stjórnenda skólaárin 1997/1998 og 1998/1999.


1997/1998* 1998/1999*
Konur Karlar Konur Karlar
Fjöldi % Fjöldi % Alls Fjöldi % Fjöldi % Alls
Skólameistarar
8 22 29 78 37 8 22 29 78 37
Aðstoðarskólameistarar
3 11 24 89 27 3 11 24 89 27
Stjórnendur á kennslusviði**
93 44 119 56 212 160 42 217 58 377

*Tölur miðast við febrúar 1998 og febrúar 1999. **Áfangastjórar, kennslustjórar og deildarstjórar.
Heimildir: Hagstofa Íslands og menntamálaráðuneytið.

Annað starfsfólk.
    Skólaárið 1997–1998 voru ráðgjafar (aðallega námsráðgjafar) og starfsfólk á bókasafni 88 í 69 stöðugildum (febrúar 1998). Á sama tíma var starfsfólk á skrifstofu og við tölvuvinnu 123 í 98 stöðugildum og starfsfólk við rekstur húsnæðis 298 í 191 stöðugildi. Tölur fyrir næsta skólaár á eftir eru mjög sambærilegar.

Aldursdreifing kennara og leiðbeinenda.
    Mynd 4.1 sýnir aldursdreifingu framhaldsskólakennara og leiðbeinenda á vormissiri 1998. Um 70% kennara og leiðbeinenda voru 40 ára og eldri og aðeins um 100 af um 1.500 starfsmönnum við kennslu voru 29 ára og yngri, eða tæp 7%.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Laun kennara og leiðbeinenda.
    Launatölur í töflu 4.4 eru fengnar frá kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. Taflan sýnir m.a. að meðaltal heildarmánaðarlauna kennara á árinu 1998 var rúm 203 þús. kr. og hafði hækkað um rúm 18% frá 1996. Á sama tímabili hækkaði meðaltal dagvinnulauna kennara um tæp 15%. Meðaltalshlutfall yfirvinnu í heildarlaunum var tæp 37% á árinu 1998. Meðaltal heildarmánaðarlauna karla var á tímabilinu hærra en kvenna en munurinn minnkaði þó úr því að vera tæpum 22% hærra árið 1996 í tæp 16% árið 1998.

Tafla. 4.4. Meðaltal mánaðarlauna kennara
1996, 1997 og 1998 (kr.).


1996 1997 1998
Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur
Dagvinnulaun 108.925 110.280 107.146 114.822 115.789 113.613 125.060 125.969 123.967
Yfirvinnulaun 59.981 72.770 42.900 64.329 78.230 46.950 75.116 89.750 57.482
Önnur laun 3.165 3.206 3.117 3.272 3.292 3.247 3.500 3.507 3.491
Heildarlaun 172.071 186.256 153.163 182.423 197.311 163.810 203.676 219.226 184.940

Skýringar: Greidd laun frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis og/eða Ríkisbókhaldi til félaga í kennarafélögum í framhaldsskólum þ.e. HÍK og KÍ, þ.m.t. skólameistarar og skólastjórnendur. Ársmeðaltölin eru vegin meðaltöl hvers mánaðar. Heimild: Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna .

Endurmenntun.
    Menntamálaráðherra skipar endurmenntunarnefnd framhaldsskólakennara til fjögurra ára í senn. Hið íslenska kennarafélag tilnefnir tvo aðila í nefndina, félagsvísindadeild Háskóla Íslands einn aðila og menntamálaráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar. Hlutverk nefndarinnar er að ákveða framboð á endurmenntun fyrir framhaldsskólakennara í samráði við faggreinafélög kennara og menntamálaráðuneytið. Nefndin ákveður einnig hvernig skipta skuli þeim fjármunum sem ráðuneytið leggur fram til endurmenntunar framhaldsskólakennara á hverju ári (sjá kafla 6 um fjárveitingar til endurmenntunar). Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd endurmenntunarnámskeiða fyrir framhaldsskólakennara.
    Tafla 4.5 sýnir fjölda þátttakenda í endurmenntunarnámskeiðum kennara og leiðbeinenda í framhaldsskólum, annars vegar þátttöku í faggreinanámskeiðum sem haldin eru innan lands og í sumum tilvikum utan lands (svo sem fyrir kennara í erlendum tungumálum) og hins vegar farandnámskeiðum sem haldin eru fyrir starfsfólk við kennslu í einstökum skólum. Á mynd 4.2 kemur fram að hærra hlutfall kvenna en karla sækir faggreinanámskeiðin. Mynd 4.3 sýnir skiptingu þátttöku í endurmenntunarnámskeiðum eftir námsgreinum. Farandnámskeið eru tilgreind sem þverfagleg námskeið.

Tafla 4.5. Fjöldi þátttakenda á endurmenntunarnámskeiðum 1996–1999.

Faggreinanámskeið Farand- námskeið* Alls
Karlar Konur Alls
1996
282 376 658 294 952
1997
261 379 640 521 1.161
1998
264 372 636 575 1.211
1999
372 397 769 259 1.028
Upplýsingatækni 1999
147 230 377 0 377
Alls
1.326 1.754 3.080 1.649 4.729

Skýringar: Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um skiptingu milli kynja meðal þátttakenda á farandnámskeiðum. Heimild: Endurmenntunarstofnun HÍ.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


5. Aðstaða.
Húsnæði framhaldsskóla.
    Með tilkomu reiknilíkans fyrir áætlanir og skiptingu fjárframlags varð stærð húsnæðis og fermetrafjöldi forsenda fjárveitinga til rekstrar með kerfisbundnari hætti en áður og uppfærsla og endurmat slíkra talna reglulegri en áður (sjá töflu 5.1). Í þessu felst m.a. að hækkandi tölur sýna ekki endilega stækkun húsnæðis eða nýbyggingar. Samanburður við eldri tölur framhaldsskólahúsnæðis er ekki raunhæfur, m.a. vegna þess að breytilegur fjöldi skóla gat verið á bak við tölurnar, t.d. vegna flutnings skóla milli skólastiga. Leiguhúsnæði er einnig tekið með í forsendum reiknilíkansins en það getur verið breytilegt milli ára.
    Tafla 5.1 sýnir stærð húsnæðis í fermetrum fyrir bóknám og stjórnun, verknám, heimavistir og mötuneyti. Stærstur hluti húsnæðis var nýttur til bóknáms og stjórnunar á tímabilinu eða nálægt tveimur þriðju hlutum alls húsnæðis. Til verknáms var um fimmtungur alls húsnæðis nýttur. Heimavistir voru reknar við fjórtán framhaldsskóla og mötuneyti við nítján skóla (1997 og 1998). Upplýsingar liggja ekki fyrir um fjölda sérkennslustofa eða tækjaeign framhaldskóla.

Tafla 5.1. Húsnæði framhaldsskóla 1997–1999 (m2).*

1997 1998 1999
Bóknám og stjórnun
104.412 107.145 115.218
Verknám
30.070 32.164 37.030
Heimavistir
16.435 18.043 20.004
Mötuneyti
7.231 7.035 6.914
Húsnæði alls
158.148 164.387 179.166
*Einungis ríkisreknir skólar og þeir skólar sem reiknilíkan nær til. Fyrirsjáanleg stækkun húsnæðis skólanna kemur fram ári fyrr en stækkunin verður í raun vegna þess að verið er að áætla fjárveitingar byggðar á þeim eitt ár fram í tímann. Heimild: Menntamálaráðuneytið.
Nýbyggingar.
    Nýtt húsnæði var tekið í notkun við eftirtalda framhaldsskóla 1996–1998:
     Haustið 1996: Borgarholtsskóli (8.000 m 2), nýtt skólahús; Menntaskólinn í Kópavogi (4.000 m 2), aðallega kennsluhúsnæði til verklegs náms; Menntaskólinn á Akureyri (2.600 m 2), kennsluhúsnæði til bóklegs náms; Verkmenntaskóli Austurlands (950 m 2), verknámshús.
     Haustið 1997: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (5.200 m 2), nýtt skólahús.
     Haustið 1998: Menntaskólinn í Kópavogi (1.000 m 2), kennsluhúsnæði til verklegs náms.
    Í sumum tilvikum var eldra húsnæði samhliða tekið úr notkun.

Skólasöfn.
    Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skulu vera skólasöfn við alla framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytið hefur safnað upplýsingum um starfsemi skólasafna síðan 1992 og birt í Ársskýrslu skólasafna í framhaldsskólum. Í ársskýrslum 1996/1997–1998/1999 sem aðgengilegar eru á vefsíðu menntamálaráðuneytisins (www.mrn.stjr.is) er að finna upplýsingar um skólasöfn allra framhaldsskóla (að undanteknum örfáum sérskólum) m.a. um bókakost, margmiðlunardiska, tímaritaáskrift, afgreiðslutíma og fjárveitingar til safnanna. Skólaárið 1998/1999 höfðu öll skólasöfnin tölvuskráð safnkost sinn og nánast öll höfðu eignast margmiðlunardiska, þ.e. CD-ROM-diska með gagnasöfnum. Þessir diskar voru hátt í 600.

Tölvur.
    Þótt ekki liggi fyrir nákvæmar tölfræðilegar upplýsingar um tölvueign framhaldsskóla á því tímabili sem skýrsla þessi nær til er óhætt að fullyrða að notkun upplýsingatækni í framhaldsskólum fór vaxandi. Áætlað er að á árinu 1998 hafi fimmtán nemendur verið um hverja tölvu í framhaldsskólum. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn IEA (SITES) voru þó fáar margmiðlunartölvur í framhaldsskólum 1998. Sama rannsókn sýndi hins vegar að mjög hátt hlutfall framhaldsskóla var komið með heimasíðu þetta ár eða yfir 90%. Allir framhaldsskólar voru á árinu 1998 með aðgang að internetinu.

6. Fjárveitingar til framhaldsskólastigs.
Reiknilíkan, samningsstjórnun og skólasamningar.
    Í 39. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla, er ákvæði þess efnis að í reglugerð skuli settar fram reglur (reiknilíkan) til að reikna út kennslukostnað skóla. Drög að reiknilíkaninu höfðu verið lögð á árinu 1994 og var þeim beitt við áætlun rekstrarliða næstu ár á eftir. Við undirbúning fjárlaga 1998 var líkanið látið ná til kennslukostnaðar til viðbótar og hefur svo verið síðan þótt reglugerðin (nr. 335/1999) væri ekki sett fyrr en 1999.
    Hlutverk reiknilíkansins er að tryggja jafnræði skóla til fjárveitinga í samræmi við stærð, gerð, staðsetningu og samsetningu náms. Líkanið skal tryggja eftir því sem frekast er unnt faglegt starf skólanna um leið og það stuðlar að aðhaldi í meðferð fjármuna til kennslu og rekstrar. Í gerð líkansins skulu felast möguleikar til þess að auka eða draga úr stuðningi við tiltekin markmið skólastarfs á samræmdan hátt um leið og unnt verði með hliðstæðum hætti að taka tillit til sérstakra aðstæðna.
    Reiknilíkanið tekur til fjárveitinga til kennslu, kennslutengdra starfa, annarra starfa í skólum og rekstrarþátta sem skólar geta óhindrað fært á milli fjárlagaliða. Forsendur reiknilíkansins eru hinar sömu fyrir alla skóla en greinast í tvennt, annars vegar þær sem hafa sama tölugildi fyrir alla skóla en hins vegar sérstakar forsendur fyrir hvern skóla. Þannig hefur t.d. síðustu árin aukið tillit verið tekið til tækjaþarfar verkmenntaskóla og sérstakra aðstæðna lítilla skóla í dreifbýli.
    Reiknilíkanið tekur ekki nema óbeinlínis til kvöldskóla og heimavista. Til sérkennslu er sérstök fjárveiting. Frá árinu 1998 hafa niðurstöður reiknilíkansins í senn verið grundvöllur tillagna til fjárlaga hvers árs og samnings milli hvers skóla og menntamálaráðuneytis, svokallaðs skólasamnings. Skólasamningarnir kveða á um samskipti skóla og ráðuneytis um námsframboð, sérstök verkefni, markmið í starfi, árlega skýrslu og upplýsingagjöf. Þá er einnig kveðið á um árlegt uppgjör á grundvelli rauntalna í stað áætlunartalna fjárlagafrumvarps og fjárlaga.
    Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skal skólanefnd hvers framhaldsskóla árlega gera starfs- og fjárhagsáætlun fyrir skólann til þriggja ára og er áætlunin háð samþykki menntamálaráðherra. Jafnframt skal skólanefnd í upphafi hvers árs gera fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og gera menntamálaráðuneytinu grein fyrir rekstrarstöðu skólans a.m.k. tvisvar á ári.

Útgjöld til framhaldsskólastigs.
    Eins og sjá má af töflu 6.1 hækkuðu framlög hins opinbera til framhaldsskóla umtalsvert á tímabilinu 1995–1998 og voru á árinu 1998 1,42% af vergri landsframleiðslu, en 1,30% árið 1995. Hæst var hlutfallið af vergri landsframleiðslu á árinu 1996 eða 1,46%. Kostnaður hins opinbera á hvern nemanda hækkaði á árunum 1996–1998 úr 399 þús. kr. í 461 þús. kr. Í töflunni eru útgjöld heimila til framhaldsskóla talin nema 0,11% af vergri landsframleiðslu árið 1998. Tölur um útgjöld heimila í töflunni eru áætlaðar.

Tafla 6.1. Útgjöld til framhaldsskólastigs 1995–1998.

1995 1996 1997 1998
Útgjöld hins opinbera í millj. kr.
5.891 7.081 7.015 8.352
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
1,30% 1,46% 1,32% 1,42%
Kostnaður hins opinbera á nemanda í þús. kr.
342 399 385 461
Útgjöld ríkissjóðs í millj. kr.
4.624 5.680 5.647 6.844
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
1,02% 1,17% 1,07% 1,17%
Kostnaður hins opinbera á nemanda í þús. kr.
269 320 310 378
Útgjöld sveitarfélaga í millj. kr.
1.268 1.401 1.368 1.508
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
0,28% 0,29% 0,26% 0,26%
Kostnaður hins opinbera á nemanda í þús. kr.
73 79 75 83
Útgjöld heimila í millj. kr.
524 582 570 620
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
0,12% 0,12% 0,11% 0,11%
Kostnaður heimila á nemanda í þús. kr.
30 33 31 34
Verg landsframleiðsla
451.548 486.454 529.949 586.572

Skýringar: Kostnaður á nemanda miðast eingöngu við dagskólanemendur.
Heimildir: Þjóðhagsstofnun og menntamálaráðuneytið.

    Í töflu 6.2. er að finna upplýsingar um fjárveitingar til þeirra framhaldsskóla sem heyra undir menntamálaráðuneytið, samkvæmt fjárlögum, fjárheimildum og niðurstöðutölum ríkisreikninga 1996–1998. Taflan sýnir mikla útgjaldaaukningu hjá einstökum skólum á tímabilinu, einkum milli áranna 1997 og 1998. Á árinu 1998 námu útgjöld vegna framhaldsskólastigs 35% af útgjöldum ráðuneytisins.


Tafla 6.2. Framlög til reksturs framhaldsskóla* samkvæmt fjárlögum,
fjárheimildum og ríkisreikningi 1996, 1997 og 1998 (þús. kr.).


1996 1997 1998

Fjárlög
Fjár-
heimildir**
Ríkis- reikningur
Fjárlög
Fjár-
heimildir**
Ríkis- reikningur
Fjárlög
Fjár-
heimildir**
Ríkis- reikningur
Borgarholtsskóli
57.111 61.988 129.400 141.951 156.229 161.400 186.225 226.493
Fjölbrautaskóli Suðurlands
155.500 167.224 215.487 158.000 174.586 234.787 202.000 225.530 223.973
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
156.100 162.164 197.366 158.800 183.041 176.224 215.400 246.256 236.201
Fjölbrautaskóli Vesturlands
177.200 184.963 192.180 167.100 185.376 195.834 186.300 212.514 216.951
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki
106.300 103.636 108.037 105.100 114.691 116.660 125.600 132.876 150.118
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
360.000 373.528 367.036 344.000 364.671 392.578 390.800 436.839 506.096
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
110.700 112.766 119.138 112.200 119.018 127.627 129.700 141.622 173.231
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
144.000 152.427 154.220 144.900 157.149 166.843 183.600 203.423 218.773
Flensborgarskóli
119.600 125.168 138.032 127.200 133.389 153.946 177.400 189.389 200.546
Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
28.700 31.600 29.030 23.700 33.255 33.184 27.300 32.412 37.543
Framhaldsskóli Vestfjarða
77.900 76.104 76.650 72.200 78.875 79.002 78.800 88.846 102.421
Framhaldsskólinn á Húsavík
50.200 50.940 50.347 42.900 49.319 51.440 45.900 50.957 58.957
Framhaldsskólinn á Laugum
33.200 35.709 36.348 26.900 29.552 34.148 36.900 34.784 40.706
Framhaldsskólinn í Skógum
24.000 23.414 20.889 17.700 23.761 20.743 16.500 22.322 21.954
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
69.500 74.002 70.705 65.900 77.839 76.103 71.700 86.246 88.058
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
11.300 10.461 13.205 10.700 9.413 11.462 12.500 14.148 14.309
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík
9.100 11.456 9.809 5.900 8.650 8.921 9.700 14.136 13.956
Iðnskólinn í Hafnarfirði
81.900 89.739 87.127 81.700 90.958 92.171 103.900 114.651 115.544
Iðnskólinn í Reykjavík
416.800 440.892 457.692 395.200 444.653 425.531 471.300 559.470 553.766
Kvennaskólinn í Reykjavík
96.600 98.108 103.302 95.900 105.661 108.882 124.000 139.817 139.995
Listdansskóli Íslands
11.600 1.371 10.068 15.100 12.495 16.798 21.800 22.333 33.564
Menntaskólinn á Laugarvatni
54.300 50.436 60.117 38.400 33.075 47.188 42.900 33.193 54.172
Menntaskólinn á Akureyri
129.200 133.915 153.981 136.600 132.307 152.621 161.400 157.029 187.832
Menntaskólinn á Egilsstöðum
89.700 102.844 105.360 91.000 98.215 104.202 102.200 106.328 109.575



1996 1997 1998

Fjárlög
Fjár-
heimildir**
Ríkis- reikningur
Fjárlög
Fjár-
heimildir**
Ríkis- reikningur
Fjárlög
Fjár-
heimildir**
Ríkis- reikningur
Menntaskólinn í Kópavogi
102.100 131.840 140.075 144.900 189.964 224.751 243.300 293.763 340.106
Menntaskólinn við Hamrahlíð
205.700 201.967 227.200 207.200 216.875 222.918 268.900 317.924 319.346
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
25.600 25.228 30.415 27.800 26.165 34.305 38.200 35.471 42.423
Verkmenntaskólinn á Akureyri
233.000 242.042 253.790 233.800 256.670 283.329 323.500 354.585 377.457
Verslunarskóli Íslands
213.300 228.728 217.276 212.000 242.204 245.792 287.900 348.337 348.337
Vélskóli Íslands
57.100 56.636 58.789 58.500 60.385 59.945 77.900 89.625 86.128
*Eingöngu framhaldsskólar sem heyra undir menntamálaráðuneytið.
**Fjárheimildir samanstanda af heimildum samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum viðkomandi árs.
Heimildir: Ríkisreikningur fyrir árið 1996, ríkisreikningur fyrir árið 1997 og ríkisreikningur fyrir árið 1998.
Sérkennsla.
    Fjárframlög til sérkennslu hækkuðu umtalsvert milli skólaáranna 1997/1998 og 1998/ 1999. (Sjá töflu 6.3 og um sérkennslu í kafla 2.)

Tafla 6.3. Fjárframlög til sérkennslu skólaárin 1996/1997–1998/1999.

Þús. kr.
1996/97
59.935
1997/98
57.120
1998/99
85.360

Heimild: Menntamálaráðuneytið.

Endurmenntun.
    Í töflu 6.4 kemur fram að fjárveitingar til endurmenntunar kennara nær tvöfölduðust milli áranna 1996 og 1998. Sé miðað við árið 1999, en þá var sérstök fjárveiting til endurmenntunar kennara á sviði upplýsingatækni, var um að ræða nálægt þreföldun á fjárveitingum frá árinu 1996.

Tafla 6.4. Framlög til endurmenntunar 1996–1999.

Þús. kr.
1996
16.000
1997
22.200
1998
30.000
1999
35.000
Upplýsingatækni 1999
10.000

Skýringar: Hér er um að ræða framlög sem endurmenntunarnefnd framhaldsskóla ráðstafar til námskeiðahalds.
Heimild: Endurmenntunarstofnun HÍ.

7. Annað.
Þróunarsjóður framhaldsskóla.
    Þróunarsjóður framhaldsskóla varð til með lögum um framhaldsskóla, nr. 80/1996, og á grundvelli þeirra veitir Alþingi árlega fé til þróunarstarfs á framhaldsskólastigi og til fullorðinsfræðslu. Sérstakar reglur gilda um úthlutun úr sjóðnum og sér ráðgjafarnefnd um að meta umsóknir og gera tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Með þróunarstarfi er átt við tilraunir og nýbreytni í skipulagi náms, kennsluháttum, kennslu, námsgögnum, námsmati og mati á skólastarfi. Fyrst var úthlutað úr sjóðnum í desember 1997.
    Á árunum 1997 og 1998 var styrkjum veitt til 56 verkefna. Verkefnin taka til margs konar nýbreytni í skólastarfi, svo sem þróunar nýrra námsbrauta, mats á skólastarfi, námsmats, nýtingar upplýsingatækni í námi og kennslu og til eflingar fullorðinsfræðslu.
    Heildarstyrkveitingar 1997 og 1998 námu 34.050 þús. kr. og greinast sem hér segir:

1997 1998
Heildarstyrkveiting í þús. kr.
13.550 20.500
Fjöldi styrkta verkefna
17 39

    Upplýsingar um styrkveitingar úr þróunarsjóði framhaldsskóla til einstakra skóla og verkefna er að finna á vefsíðu menntmálaráðuneytisins (www.mrn.stjr.is).

Samningur um tölvunám fyrir framhaldsskólakennara.
    Snemma árs 1998 gerðu menntamálaráðuneytið, Hið íslenska kennarafélag, Kennarasamband Íslands, Rafiðnaðarskólinn og Viðskipta- og tölvuskólinn með sér samning um tölvunám fyrir framhaldsskólakennara. Náminu er ætlað að tryggja þeim sem það sækja undirstöðuþekkingu í tölvu- og upplýsingatækni. Samningurinn var tilraunaverkefni og liður í framkvæmd stefnu menntamálaráðuneytisins um upplýsingasamfélagið sem sett var fram í ritinu Í krafti upplýsinga.

Þróunarskólar í upplýsingatækni.
    Á árinu 1998 var unnið að undirbúningi þess að gera nokkra grunn- og framhaldskóla að tilraunaskólum um notkun upplýsingatækni í skólastarfi og var í janúar 1999 undirritaður samningur þess efnis við sex skóla, þrjá framhaldsskóla og þrjá grunnskóla.

Styrkir til námsefnisgerðar.
    Menntamálaráðuneytið veitir árlega styrki til útgáfu og gerðar námsefnis í bóklegum og verklegum námsgreinum á framhaldsskólastigi. Hlutverk þessara styrkja er að bæta úr skorti sem er á námsefni í ýmsum námsgreinum, auka framboð á námsefni á íslensku og bæta gæði þess. Styrkirnir eru veittir að undangenginni auglýsingu. Nefnd skipuð af menntamálaráðherra yfirfer og metur umsóknir og gerir tillögu til ráðherra um úthlutun. Úthlutað hefur verið til viðfangsefnisins sem hér segir í þús. kr.:

1996 1997 1998
13.000 13.500 15.700

Umsýsla námssamninga og sveinsprófa.
    Frá haustinu 1997 hefur menntamálaráðuneytið gert umsýslusamninga við Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, fræðsluráð hótel- og matvælagreina, Menntafélag byggingariðnaðarins, fræðsluráð málmiðnaðarins og Prenttæknistofnun um umsýslu sveinsprófa og eftirlit með gerð námssamninga í löggiltum iðngreinum. Með þessum samningum var stefnt að flutningi þjónustuverkefna úr ráðuneytinu til fræðsluaðila í atvinnulífinu í þeim tilgangi að létta framkvæmd iðnfræðsluverka af ráðuneytinu svo að það verði betur í stakk búið til þess að sinna eiginlegri stefnumótun og stjórnun starfsnáms. Enn fremur er þess vænst að með þessu verði eftirlit með vinnustaðanámi iðnnema skilvirkara og inntak sveinsprófa nær þeim kröfum sem atvinnulífið gerir til kunnáttu og færni starfsmanna sinna.

Viðurkenning námsbrauta í Viðskipta- og tölvuskólanum.
    Árið 1998 var á grundvelli 41. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996, og reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi, nr. 137/1997, nám á fimm námsbrautum við Viðskipta- og tölvuskólann viðurkennt af menntamálaráðherra sem nám á framhaldsskólastigi, þ.e. almennt skrifstofunám, alhliða tölvunám, fjármála- og rekstrarnám, markaðs- og sölunám og verslunarstjóranám.
    Viðurkenningin var veitt til tveggja skólaára, þ.e. 1998/1999 og 1999/2000. Í samræmi við fyrrnefnd laga- og reglugerðarákvæði er starfsemin háð eftirliti menntamálaráðuneytisins.

Alþjóðlegt samstarf.
    Þátttaka framhaldsskóla í alþjóðlegu samstarfi jókst mjög á tímabilinu 1996–1998. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu urðu Íslendingar fullgildir aðilar að samstarfsáætlunum Evrópusambandsins á sviði menntamála og vísinda. Sókrates- og Leonardo-áætlanirnar frá 1995 veittu íslenskum framhaldsskólum möguleika á þátttöku í margvíslegum samstarfsverkefnum milli skóla í Evrópu, kennara- og nemendaskiptum og námskeiðum, einkum innan Comeniusar- og Lingua-hluta Sókrates-áætlunarinnar. Sem dæmi má nefna að á árunum 1995–1999 tóku sautján framhaldsskólar þátt í samstarfsverkefnum við evrópska skóla innan Comeniusar, sumir fleiru en einu. Algengast er að þessi samstarfsverkefni standi yfir í þrjú ár. Auk þess hafa nokkrir framhaldsskólar tekið þátt í samstarfsverkefnum á vegum Leonardo-áætlunarinnar. Lingua hefur m.a. veitt fjölmörgum framhaldsskólum tækifæri til að koma á nemendaskiptum milli skóla.
    Síðan 1991 hefur norræna ráðherranefndin veitt fé til nemendaskipta milli framhaldsskóla á Norðurlöndum. Áætlunin nefnist NORDPLUS-junior. Nemendaskiptin geta staðið yfir í 2–8 vikur. Árlega hafa átta til fimmtán framhaldsskólar fengið styrki til nemendaskipta.
    Á árinu 1997 hófu Íslendingar þátttöku í hinu fjölþjóðlega umhverfisfræðsluverkefni Globe. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu og skilning jarðarbúa á umhverfinu og glæða áhuga nemenda, kennara og vísindamanna um allan heim á því að leggja sitt af mörkum við að bæta umhverfisskilyrði á jörðinni. Einn íslenskur framhaldsskóli og einn grunnskóli tóku þátt í verkefninu 1997 og 1998, en verkefnið stendur enn yfir með þátttöku fleiri grunnskóla.

International Baccalaureate (IB).
    Árið 1997 heimilaði menntamálaráðherra Menntaskólanum við Hamrahlíð að hefja starfrækslu svokallaðs IB-náms fyrir um 25 nemendur á ári. Námið er skipulagt í samstarfi við alþjóðleg samtök, International Baccalaureate Organisation (IBO), og samræmi við reglur samtakanna. Nám til IB-stúdentsprófs er boðið í u.þ.b. 750 skólum í nærri eitt hundrað löndum. Um er að ræða tveggja ára nám, auk eins árs undirbúningsnáms. Náminu lýkur með IB- stúdentsprófi sem veitir aðgang að háskólanámi víða um heim, þar á meðal að mörgum þekktum háskólastofnunum. Nemendur greiða nokkur skólagjöld. Kennsla í IB-námi við Menntaskólann við Hamrahlíð fer fram á ensku, en auk ensku er unnt að stunda IB-nám á frönsku og spænsku.

Menntaþing.
    Menntamálaráðuneytið stóð 5. október 1996 fyrir menntaþingi undir yfirskriftinni Til móts við nýja tíma. Tilgangur þingsins var að leiða saman áhugasama aðila um menntun og skólamál og vera vettvangur til að kynna nýjungar í skólastarfi. Á þinginu voru flutt erindi, málstofur voru starfræktar og loks var sýningarsvæði þar sem skólar og þjónustustofnanir kynntu nýjungar og þróunarverkefni í skólastarfi. Meðal þeirra málefna sem rædd voru á menntaþinginu voru gæði og árangur skólastarfs, símenntun, menntun í alþjóðlegu upplýsingasamfélagi og menntun og jafnrétti. Þingið var öllum opið og var það mjög vel sótt.

Framkvæmdanefnd um lesskimun.
    Vinnuhópur um leshömlun sem menntamálaráðuneytið skipaði snemma árs 1997 skilaði í október sama ár skýrslu sem ber heitið Sértæk lesröskun. Sérstök verkefnisstjórn vann úr tillögum hópsins og gerði tillögur um framkvæmd lesskimunar í grunn- og framhaldsskólum. Í framhaldi af tillögum verkefnisstjórnarinnar var haustið 1998 skipuð framkvæmdanefnd en hlutverk hennar er að þróa áfram lesskimun á grunn- og framhaldsskólastigum á grundvelli fyrirliggjandi tillagna.

Nefnd um náms- og starfsráðgjöf.
    Nefnd um náms- og starfsráðgjöf sem menntamálaráðherra skipaði haustið 1997, skilaði skýrslu árið 1998 þar sem lagðar voru fram fjölmargar tillögur um hvernig styrkja megi þennan þátt í þjónustu skólanna, m.a. um hvernig bæta megi ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum og persónulegum vanda. Hefur m.a. verið tekið mið af tillögum nefndarinnar í námskrárgerð fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Forvarnastarf í framhaldsskólum.
    Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum frá desember 1996 hefur menntamálaráðuneytið unnið að forvörnum í skólum, m.a. með teymisvinnu sérfræðinga til að gera tillögur um forvarnastarf í grunn- og framhaldsskólum og stuðningi við Jafningjafræðslu framhaldsskólanna. Einnig stóð menntamálaráðuneytið á árunum 1997 og 1998 fyrir námskeiðahaldi fyrir kennara og annað starfsfólk skóla í samvinnu við Fræðslumiðstöð i fíknivörnum og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um áhættuhegðun ungmenna, m.a. með tilliti til fíkniefnaneyslu og sjálfsvígshættu, og viðbrögð við slíkri hegðun. Í tengslum við forvarnastarfið gaf menntamálaráðuneytið árið 1998 út bæklinginn Stuðningur við framhaldsskóla.


Viðauki I.

Reglugerðir.

    Framhaldsskólalögin kveða á um setningu allmargra reglugerða. Eftirtaldar reglugerðir voru gefnar út á grundvelli framhaldsskólalaganna á tímabilinu 1996–1998:

    Reglugerð um lögverndun á starfsheiti framhaldsskólakennara, nr. 694/1998.
Reglugerð um undanþágunefnd framhaldsskóla, nr. 699/1998.
Reglugerð um skólanefndir við framhaldsskóla, nr. 132/1997.
Reglugerð um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi, nr. 137/1997.
Reglugerð um almenna kennarafundi í framhaldsskólum, nr. 138/1997.
         Reglugerð um eftirlit með starfi framhaldsskóla og námsefni og um ráðgjöf vegna kennslu og þróunarstarfa, nr. 139/1997.
Reglugerð um skólaráð við framhaldsskóla, nr. 140/1997.
         Reglugerð um söfnun og dreifingu upplýsinga um skólastarf á framhaldsskólastigi, nr. 141/1997.
         Reglur um styrkveitingu til þróunarverkefna í framhaldsskólum og til fullorðinsfræðslu, nr. 274/1997. Breyting nr. 559/1997.
Reglugerð um sveinspróf, nr. 278/1997.
Reglugerð um fullorðinsfræðslu og endurmenntun, nr. 279/1997.
Reglugerð um námssamninga og starfsþjálfun, nr. 280/1997.
Reglur um fornám í framhaldsskólum, nr. 328/1997.
Reglugerð um sérstaka íslenskukennslu í framhaldsskólum, nr. 329/1997.
Reglugerð um námsorlof framhaldsskólakennara, nr. 331/1997. Breyting nr. 580/1997.
Reglugerð um endurinnritunargjald í framhaldsskólum, nr. 333/1997.
Reglugerð um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga, nr. 552/1997.
Reglugerð um starfslið framhaldsskóla, nr. 371/1998.
Reglugerð um kennslu fatlaðra nemenda í framhaldsskólum, nr. 372/1998.


Viðauki II.

Framhaldsskólar 1996–1998, skipt eftir kjördæmum.


     Reykjavík
    Borgarholtsskóli
    Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
    Fjölbrautaskólinn við Ármúla
    Hússtjórnarskólinn í Reykjavík
    Iðnskólinn í Reykjavík
    Kvennaskólinn í Reykjavík
    Listdansskóli Íslands
    Menntaskólinn í Reykjavík
    Menntaskólinn við Hamrahlíð
    Menntaskólinn við Sund
    Stýrimannaskólinn í Reykjavík
    Tannsmiðaskóli Íslands
    Verzlunarskóli Íslands
    Vélskóli Íslands

     Reykjanes
    Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
    Fjölbrautaskóli Suðurnesja
    Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
    Iðnskólinn í Hafnarfirði
    Menntaskólinn í Kópavogi

     Vesturland
    Bændaskólinn á Hvanneyri
    Fjölbrautaskóli Vesturlands

Vestfirðir
Framhaldsskóli Vestfjarða

Norðurland vestra
Bændaskólinn á Hólum
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki

Norðurland eystra
Framhaldsskólinn á Húsavík
Framhaldsskólinn á Laugum
Menntaskólinn á Akureyri
Verkmenntaskólinn á Akureyri

Austurland
Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Verkmenntaskóli Austurlands

Suðurland

Fjölbrautaskóli Suðurlands
Framhaldsskólinn í Skógum
Garðyrkjuskólinn á Reykjum
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Menntaskólinn á Laugarvatni