Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 907  —  289. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 103/1996, um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Verslunarráði Íslands, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Landssíma Íslands hf. og Seðlabanka Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að undanþága frá greiðslu stimpilgjalda af útgefnum hlutabréfum í Landssíma Íslands hf. og Íslandspósti hf. verði afnumin. Er það eðlilegt þar sem starfsemi þeirra er nú á samkeppnismarkaði.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 3. apríl 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Jón Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Kristján L. Möller.