Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1104  —  501. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 2/1990, um Íslenska málnefnd, með síðari breytingum.

Frá Tómasi Inga Olrich.



    2. gr. orðist svo:
    4. gr. laganna, sbr. 121. gr. laga nr. 83/1997, orðast svo:
    Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Íslenskrar málstöðvar til fimm ára í senn. Forstöðumaður skal hafa lokið meistaraprófi eða jafngildu prófi í íslenskri málfræði. Leita skal álits Íslenskrar málnefndar um umsækjendur um stöðu forstöðumanns.
    Forstöðumaður ræður annað starfsfólk. Hann stjórnar daglegum rekstri málstöðvarinnar og gefur ráðherra árlega skýrslu um starfsemi stöðvarinnar.