Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1139, 125. löggjafarþing 489. mál: viðskiptabankar og sparisjóðir (póstþjónusta).
Lög nr. 48 16. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.


1. gr.

     Við 44. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Viðskiptabönkum og sparisjóðum er heimilt samkvæmt sérstökum samningi að taka að sér að veita póstþjónustu fyrir hönd aðila sem leyfi hefur til að veita slíka þjónustu. Til framangreindrar starfsemi þarf samþykki Fjármálaeftirlitsins.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 2000.