Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1185  —  231. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 92/1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá Ísafjarðarbæ, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, fjármálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Byggðastofnun, sjávarútvegsráðuneyti, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Vesturbyggð.
    Í frumvarpinu er lagt til að undanþága Þróunarsjóðs sjávarútvegsins frá fasteignagjöldum verði afnumin.
    Þegar undanþágureglan var lögfest var gert ráð fyrir að eignarhald Þróunarsjóðs væri ávallt til skamms tíma. Voru rökin fyrir undanþágunni þau að þar sem engin starfsemi færi fram í fasteignunum á meðan þær væru í eigu sjóðsins væri eðlilegt að þær nytu undanþágu frá fasteignagjöldum.
    Um nokkurra ára skeið hefur Þróunarsjóður sjávarútvegsins átt húsnæði á tveimur stöðum á landinu, á Patreksfirði og Ísafirði. Vegna undanþágu fyrri málsliðar 16. gr. laganna hefur sjóðurinn ekki þurft að greiða fasteignagjöld til viðkomandi sveitarfélaga frá því að hann eignaðist húsin. Telja verður óeðlilegt og ekki í samræmi við upphaflegan tilgang fyrri málsliðar 16. gr. laganna að Þróunarsjóður geti átt fasteignir um langt skeið án þess að greiða af þeim lögboðin gjöld til viðkomandi sveitarfélaga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Vilhjálmur Egilsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. maí 2000.



Kristinn H. Gunnarsson,


varaform., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Hjálmar Árnason.



Drífa Hjartardóttir.


Guðmundur Hallvarðsson.


Jóhann Ársælsson.



Svanfríður Jónasdóttir.


Guðjón A. Kristjánsson.





Prentað upp.