Tóbaksvarnir

Mánudaginn 15. janúar 2001, kl. 15:16:15 (3578)

2001-01-15 15:16:15# 126. lþ. 57.2 fundur 345. mál: #A tóbaksvarnir# (markaðssetning, tóbaksmengun o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 126. lþ.

[15:16]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst um það hvernig reykingabann almennt hefur komið út. Víðast hvar hefur það komið vel út. Fólk hefur verið afskaplega ánægt þegar reynsla hefur verið komin á það.

En varðandi dvalarheimili og hjúkrunarheimili þá má fólk reykja í sínum vistarverum að sjálfsögðu en það er ekki gert ráð fyrir að starfsfólk reyki. Það kemur mér á óvart ef starfsfólk er á rúntinum vinnutímanum til að reykja. Það er alveg nýtt fyrir mér. En almennt er það þannig að á vinnustöðum má ekki reykja (Gripið fram í.) og fólk er yfirleitt bara mjög ánægt með það.

Varðandi EES-reglugerðina, sælgæti og sígarettulíkin, þá bönnum við það. Öll leikföng og sælgæti sem minnir á tóbak er bannað.

Það er mjög mikilvægt að fólk almennt viti að auðvitað er dvalarheimili heimili einstaklinga og þeir haga sér á sínum heimilum alveg eins og þeim sýnist.