Eiturefni og hættuleg efni

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 15:59:25 (3652)

2001-01-16 15:59:25# 126. lþ. 59.3 fundur 369. mál: #A eiturefni og hættuleg efni# (yfirstjórn, gjaldtaka o.fl.) frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 126. lþ.

[15:59]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég spyr af ásettu ráði vegna þess að á tímanum, ég held það hafi verið 1982--1986, þegar ég var formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, heilbrigðisráðs Reykjavíkur, var farið í sérstakt átak út af notkun á DDT við úðun garða í Reykjavík með þeim árangri að sölutölur yfir þetta eitur fóru frá mörgum tugum ef ekki hundruðum kílóa á ári niður í svo til núll. Það var því dæmi um að sveitarfélag, í þessu tilviki sveitarfélagið Reykjavík, tók sig sérstaklega fram um þetta og kom í veg fyrir það að eiturefni af flokki X, sem eru flokkuð eftir hættu fyrir heilsu manna, hurfu úr notkun hér í Reykjavík.