Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 13:01:45 (3710)

2001-01-17 13:01:45# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[13:01]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég heyrði að þessi lesning mín kom illa við málflutning hv. þm., skiljanlega. Það kemur líka fram í þessari bók að sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga er mikil og eru þeir á vinnumarkaðnum mjög lengi, alveg óháð stöðu fólks, hvort það hefur verið metið sem öryrkjar, er aldrað eða ekki. Sjálfsbjargarviðleitni er því mjög rík í Íslendingum.

Samhjálpin er einnig mjög rík í Íslendingum og það hefur alls staðar sýnt sig að þegar fólk þarf aðstoð þá hafa Íslendingar verið fyrstir til. Allir sem tekið hafa þátt í pólitískri umræðu og stjórn þessa lands hafa tekið þátt í því að skerða tekjutryggingar bæði hjá öldruðum og öryrkjum og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það fyrr en núna.

Mér sýnist að þegar upp er staðið geti ríkisstjórnin verið ánægð með hvernig til hefur tekist í þessum málum á síðustu árum og að sjálfsögðu stefna menn að því að gera enn betur.