Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:11:36 (3735)

2001-01-17 15:11:36# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:11]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. staðfestir sem sagt hér á löggjafarsamkomu þjóðarinnar ...

(Forseti (ÍGP): Má forseti biðja hv. þingmenn að hafa hljóð í salnum.)

að Hæstiréttur hafi tekið pólitíska ákvörðun og verið með pólitíska íhlutun með dómsniðurstöðum sínum. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt og hefði hvar sem er í lýðræðisríki leitt til afsagnar forsætisráðherra.

Ég vil líka spyrja forsrh. hvort hann sé sammála því sem fram kom hjá Eiríki Tómassyni lagaprófessor opinberlega, að hann er þeirrar skoðunar að dómstólar séu ekki að skipta sér af pólitík en það bjóði þeirri hættu heim að farið verði að skipa dómara í pólitískum tilgangi. Ég vil spyrja hann hvort hann sé líka sammála því sem Eríkur Tómasson segir, að hann telur að þetta sé viðurkenning á því að tekjutenging maka sé ólögmæt, þ.e. þessi dómsniðurstaða, og að niðurstaðan sé bindandi fyrir ríkið.