Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 18:38:55 (3766)

2001-01-17 18:38:55# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[18:38]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þær upplýsingar sem birtust í Morgunblaðinu voru sagðar hafðar eftir Þjóðhagsstofnun. Nú er víst komið þannig í rökþroti hv. þm. að hún kann ekki heldur að reikna og nú er það sennilega aðeins hv. þingmaðurinn sem einn kann að reikna og er þá vel komið þessari þjóð.

En hv. þm. svaraði ekki spurningunni (ÖJ: Hver var hún?) hvort eðlilegt væri að lágtekjufólk, fólk með 300 þús. kr. heimilistekjur væri skattlagt til þess að auka bætur til hátekjufjölskyldna. Þó að þessi tafla sem birtist frá Þjóðhagsstofnun væri röng þá er eflaust til eitt dæmi um sjómann eða lækni sem er giftur öryrkja sem fær þá 360 þús. kr. aukalega á ári. Ég spyr hv. þm.: Er ekki nóg að eitt slíkt dæmi sé til? Finnst honum það gott?