Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 18:39:53 (3767)

2001-01-17 18:39:53# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[18:39]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Ég lít svo á að það sé stjórnarskrárvarinn, einstaklingsbundinn réttur hvers einasta þegns, líka þeirra sem búa við skerta starfsorku, að hafa að lágmarki 51 þús. kr. á mánuði. Mér finnst það lítilmannlegt af ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar á Alþingi að ætla að hafa hluta af þessari fjárhæð af þessu fólki (PHB: Er það nóg?) og þá með því að gefa falskar tilvísanir eins og hv. þm. Pétur H. Blöndal leyfir sér að gera.

Ég held að allir Íslendingar, hverjar sem tekjur þeirra eru, vilji tryggja þessi grundvallarmannréttindi í landi okkar. Það held ég að eigi við og það kemur fram í sameiginlegri og einarðri afstöðu allrar launþegahreyfingarinnar á Íslandi.