Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 19:29:35 (3782)

2001-01-17 19:29:35# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[19:29]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Stjórnarliðið er sammála því að tekjutengja bætur. Það kemur fram bæði tekjumegin og gjaldamegin hér í þjóðfélaginu. Hér er varin sú grundvallarhugsun að tekjutengja. Það á að færa fé, að svo miklu leyti sem hægt er, frá þeim sem meira hafa á milli handanna til þeirra sem minna mega sín. Það er því alveg ljóst, eins og kom fram í ræðu hæstv. utanrrh. í dag, að ef sú leið hefði verið farin, að miða við 51 þús. kr., þá hefði það verið viðurkenning á fullum rétti annarra til að fá bætur án tekjutengingar. Það er bara ekki í samræmi við hugmyndir okkar.