Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 19:31:49 (3784)

2001-01-17 19:31:49# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[19:31]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar ég var að undirbúa mig undir þessa umræðu í dag, þá fór ég í gegnum umræður sem fóru fram þegar tekjutenging var hert í tíð heilbrrh. sem var þá hv. núv. þm. Sighvatur Björgvinsson. Það var alveg sama hvar ég bar niður í umræðum og umræðum þeirra sem hér láta hæst um óréttlætið, alls staðar var talað um réttmæti tekjutengingar í bak og fyrir, þannig að mér finnst það undarlegt að það sé ég sem er að tala í þá sömu átt sem hv. þm. töluðu 1993, 1998 og 1999.