Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 21:01:51 (3805)

2001-01-17 21:01:51# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[21:01]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki gjörla hverju ég á að svara af þessari ágætisræðu hv. þm. Steingríms Sigfússonar. Mig langar að varpa fram til hans spurningunni um hvort hann geti í fáum orðum greint frá því hvað í þessum dómi felst. Það sem dunið hefur yfir landslýð er mannréttindabrot, stjórnarskrárbrot og þetta er tuggið aftur og aftur. Það er talað um mannréttindabrot á öryrkjum eins og þetta sé einn og samstæður hópur í staðinn fyrir að taka fram hve lítill hluti öryrkja nýtur nokkurs af þessum dómi.