Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 14:09:11 (3908)

2001-01-18 14:09:11# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[14:09]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þeir sem eiga bágast, fjölskyldan þar sem annar aðilinn hefur 200 þús. kr. og hinn fær 32 þús. plús 18, það eru um 50 þús. --- 250 þús. kr. Það er fjöldi manna hjá ASÍ sem hefur minna í fjölskyldutekjur. Og ég fæ enn ekki svar við því hvernig á því stendur að manneskja sem er búin að vinna 32 ár á engan rétt í lífeyrissjóði? Ég fæ enn ekki svar við því. Hvernig stendur á þessu? Ég fæ bara aldrei svar við því. Þetta fólk hefur væntanlega svikist um að borga í lífeyrissjóð --- sem er lögbrot. Og ég vil ekki að hv. þm. noti slíkt dæmi hér á hinu háa Alþingi. Þetta fólk á ekki bágast í þjóðfélaginu. Þeir sem eiga bágast eru þeir sem eru 100% öryrkjar, búa einir og hafa ekki ríkan maka til að lifa með eins og þessi skilningur stjórnarandstöðunnar gengur út á. (Gripið fram í.) Þeir öryrkjar sem munu fá bætur samkvæmt þessum lögum og þeim tillögum sem hér eru lagðar fram eru 10% þeirra öryrkja sem best hafa það í fjölskyldutekjum. Hinir fá ekki neitt.