Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10:52:01 (4006)

2001-01-22 10:52:01# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[10:52]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Meiri hlutinn kemst að þeirri niðurstöðu, svo sem rök eru fyrir í dómi Hæstaréttar, að ef tekið er mið af tekjutryggingu einstaklingins, 51 þús. kr., þá er 43 þús. kr. ekki óeðlileg tala miðað við það hagræði sem af sambúðinni í hjúskapnum leiðir. Ég vil ítreka það hér að Hæstiréttur segir að þessar rúmar 18 þús. kr. sé ekki nægur lágmarksréttur fyrir öryrkja. Þarna er um að ræða 140% hækkun á þeirri fjárhæð og ég tel að þennan 8 þús. kr. mun megi vel rökstyðja með hagræðinu sem af sambúðinni leiðir.