Almannatryggingar

Mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 23:31:39 (4128)

2001-01-22 23:31:39# 126. lþ. 63.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 126. lþ.

[23:31]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þetta frv. felur í sér bæði mannréttindabrot gagnvart hópi öryrkja og brot á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það höfum við rökstutt í máli okkar bæði við 1. og 2. umr. málsins og í ítarlegu nál. Nýtt frv. þarf að koma til til að fullnægja dómi Hæstaréttar, m.a. gagnvart öllum þeim hópum sem málið varðar.

Þessu frv., sem við töldum strax í upphafi ekki þingtækt, ber að vísa frá. Ég segi já.