Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:22:22 (4199)

2001-01-23 16:22:22# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:22]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Þetta fer eftir því pólitíska mati, þeim pólitísku gleraugum sem menn setja upp. Ég efast ekkert um að hér séu stjórnarliðar sem trúi þeirri túlkun sem kemur fram í frv. og telja að hún sé rétt. Þeir hafa lesið þetta þannig að það sé rétt eins og kom fram í máli Péturs Blöndals. Hann hafði fyrst skilið þetta öðruvísi. Svo fór hann að lesa þetta og komst að annarri niðurstöðu. Þannig getur verið um marga fleiri. Þá er ekki vísvitandi verið að brjóta stjórnarskrána. En að mínu mati er verið að fara eftir krókaleiðum nokkuð langsótta leið til þess að leggja fram frv. að lögum sem uppfyllir ekki dóm Hæstaréttar til þess að komast hjá því að aðrir hópar geti átt sama rétt.