Lækkun skatta á fyrirtæki

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:18:46 (4404)

2001-02-12 15:18:46# 126. lþ. 67.1 fundur 277#B lækkun skatta á fyrirtæki# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Það var ekki fyrr en í þessari lokaspurningu þingmannsins sem loksins glytti í tilgang hans með þessum spurningum: Er ekki örugglega einhver ágreiningur uppi milli forsrh. og fjmrh.? Er það nú ekki örugglega svo að forsrh. hafi verið með útspil sem hann var ekki búinn að bera undir fjmrh.? Auðvitað ekki. Auðvitað fylgjum við hér samræmdri stefnu í þessum málum. Þetta er það sem við viljum gera. Það er ekki búið að ákveða með hvaða hætti eða hvenær en þetta verður áreiðanlega gert, herra forseti, jafnvel þó að það muni mæta andstöðu hv. fyrirspyrjanda, sem ég efast ekki um, þegar þar að kemur.