Fyrirvari um greiðslu lífeyrisþega

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:23:30 (4409)

2001-02-12 15:23:30# 126. lþ. 67.1 fundur 278#B Fyrirvari um greiðslu lífeyrisþega# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Nú er alltaf matsatriði hvenær aðstæður eru sambærilegar hjá örorkulífeyrisþegum. Menn treystu sér ekki til að reikna aftur í tímann vegna þess að það væri matsatriði hvort aðstæður manna væru sambærilegar og skoða þarf hvern og einn. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fram að þessi fyrirvari gildi fyrir alla þá sem taka við greiðslum vegna breyttra laga um tekjutryggingu almannatrygginga en ekki að það verði matsatriði hverju sinni hvenær aðstæður eru sambærilegar og hvenær ekki. Gildir ekki fyrirvarinn fyrir alla þar sem hann gengur út á að menn eru ekki sammála því að þessi lög séu samkvæmt niðurstöðu dóms Hæstaréttar? Menn þurfa þá ekki að vega og meta hverju sinni hvenær aðstæður eru sambærilegar eða ekki vegna þess að það getur verið mjög flókið mál. Ég vildi gjarnan fá að heyra, herra forseti, hvort hæstv. ráðherra telji ekki eðlilegt gagnvart þessum hópi að láta fyrirvarann gilda fyrir alla öryrkja, sem reyndar kom fram í fyrra svari hans.