Staða sjávarbyggða

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 15:40:23 (4616)

2001-02-14 15:40:23# 126. lþ. 70.7 fundur 404. mál: #A staða sjávarbyggða# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[15:40]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Hér er verið að ræða mjög mikilvægt mál. Ég vil taka fram að þegar menn segja að vandinn í byggðunum sé vegna þess að talað sé um vanda, þá er ekki rétt að koma með slík rök hingað. Byggðirnar hafa dregist saman, segir einhver, og það er tilhneiging sem hefur verið um veröld víða að mikill flutningur er til borga. En hjá okkur hefur átt sér stað hrun undanfarin ár. Ef einhverjir ætla að halda því fram að kvótakerfið eigi lítinn eða engan þátt í því, þá er það algjör rangfærsla, við sjáum það, það er alveg ljóst mál. Ég tel að fiskverkafólk, bæði í Bolungarvík, Vestmannaeyjum og víðar á Íslandi muni halda því fram.