Breytingar á XIII. viðauka við EES-samninginn (flutningastarfsemi)

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 11:52:09 (4657)

2001-02-15 11:52:09# 126. lþ. 71.5 fundur 447. mál: #A breytingar á XIII. viðauka við EES-samninginn (flutningastarfsemi)# þál., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[11:52]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Það var rétt, sem síðasti ræðumaður kom inn á, að hér er fjallað um málefni sjómanna. Það kom fram í ræðu hv. síðasta ræðumanns að hér virtist sátt um málið. Ég átti hins vegar orðastað við formann utanrmn., hv. þm. Tómas Inga Olrich, um þetta mál og vil í framhaldi af því sem hér hefur verið rætt segja að það væri ekki óeðlilegt að hæstv. samgn. fengi málið líka til umsagnar. Ég tel að þetta mál sé athyglisvert og þurfi að vera í sama anda og almennt er í kringum okkur hvað áhrærir siglingar og útgerð kaupskipa, aldursmörk og önnur réttindi sem þar falla undir.