Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 16:00:35 (4732)

2001-02-15 16:00:35# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[16:00]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Rétt til að svara þessu og til að upplýsa hv. þm. þá er box sjálfsvarnaríþrótt. Það er heldur ekki ætlunin að það verði meiðsl í karate eða júdó eða kumite en þar er markmiðið að komast inn fyrir varnir andstæðingsins. Það er ekki meiningin að meiða hann. En svoleiðis verða meiðslin í þeirri íþrótt og fleiri íþróttum.

Komum aftur að knattspyrnunni af því að verið er að segja að þetta sé slæmt fyrir heilsuna og það eru aðalmótrökin við þessu. Það hefur verið sýnt hér ræðu eftir ræðu, rannsókn eftir rannsókn að ólympískir hnefaleikar eru ekki hættulegri en aðrar íþróttagreinar.

Því spyr ég: Hvers vegna má ekki leyfa þá? Jú, hér eru þingmenn sem vilja hafa vit fyrir öðrum í landinu og segja: ,,Við teljum þetta ómögulegt og ekki gott fyrir ykkur.`` Líkt eins og hefur verið með önnur boð og bönn sem hafa verið sett á þinginu. Sem betur fer er nú árið 2001, eins og ég sagði hérna um daginn, 2001 eftir Krist þannig að ég vona að þetta breytist svona smám saman.