Samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli

Mánudaginn 26. febrúar 2001, kl. 18:40:02 (4984)

2001-02-26 18:40:02# 126. lþ. 76.2 fundur 412. mál: #A samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli# þál., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 126. lþ.

[18:40]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Í heild sinni er ekki fýsilegur kostur fyrir Ísland að gerast aðili að Schengen- og Dyflinnarsamningunum. Það hefur í för með sér óhemjumikinn kostnað. Atriðum sem lúta að meðferð persónuupplýsinga og persónuvernd er stórlega ábótavant í þessum málum báðum og stjórnskipuleg staða Íslands verður óheppileg vegna þess að hér er verið að fara bakdyramegin inn í tilteknar stofnanir Evrópusambandsins, ýmist þegar orðnar stofnanir Evrópusambandsins eða stofnanir sem innlimaðar verða í Evrópusambandið á næstu árum.

Herra forseti. Öll rök mæla því með því að staðfesta ekki samninginn en fela ríkisstjórninni þess í stað að tilkynna vörsluaðilum að Ísland muni fresta því um óákveðinn tíma að gerast aðili að Schengen-samstarfinu og meta stöðu sína á nýjan leik í heild sinni í þessu máli.