Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 17:55:51 (5195)

2001-03-05 17:55:51# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., GAK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[17:55]

Guðjón A. Kristjánsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í ræðu minni hér áðan beindi ég þeim orðum til hæstv. sjútvrh. hvað honum fyndist um árangur fiskveiðistjórnarkerfisins varðandi uppbyggingu fiskstofnanna og taldi að hann hefði alla burði til þess að svara einhverju um það. Ég verð að segja alveg eins og er að það er svolítið ankannalegt að fara alveg í gegnum þessa umræðu án þess að fá nein innskot frá hæstv. ráðherra sem fer með þennan málaflokk um það hvað honum finnist um það mál sem við erum að ræða, það eigi bara að halda hér áfram til enda og umræðunni eigi að ljúka án þess að ráðherrann í raun leggi neitt til umræðunnar og án þess að við fáum nánari vitneskju um það hvað í hans huga býr varðandi framkvæmd þessara laga og þá umræðu sem hér fer fram.