Bókasafnsfræðingar

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 11:02:49 (5376)

2001-03-08 11:02:49# 126. lþ. 85.2 fundur 526. mál: #A bókasafnsfræðingar# (starfsheiti) frv., menntmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[11:02]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breyting á lögum um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984. Með frv. er lagt til að lagaákvæði um lögbundið starfsheiti og námskröfur bókasafnsfræðinga verði löguð að þeim breytingum sem orðið hafa á námi og þar með starfssviði bókasafnsfræðinga. Heiti á námi bókasafnsfræðinga við Háskóla Íslands hefur verið breytt í bókasafns- og upplýsingafræði til samræmis við þróun upplýsingasamfélagsins og kröfur þess. Nám í bókasafns- og upplýsingafræði er nú sérskor innan félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Í frv. er enn fremur lagt til að námskröfur til þeirra sem sækja um leyfi til þess að bera starfsheitið bókasafns- og upplýsingafræðingur verði gerðar skýrari. Að öðru leyti þarfnast frv. þetta ekki skýringa og legg ég til að því verði vísað til hv. menntmn. að lokinni þessari umræðu.