Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 12:00:13 (5392)

2001-03-08 12:00:13# 126. lþ. 85.4 fundur 146. mál: #A sveitarstjórnarlög# (einkafjármögnun og rekstrarleiga) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[12:00]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mér sýnist að menn hafi bara ekki þróað þetta módel til enda en það þyrfti einmitt að gera, t.d. að láta þann sem ætlar að byggja koma að hönnun á húsnæðinu, hafa alútboð. Það væri næsta skref. Síðan mætti samræma leigutíma lóðar og leigutíma eignar þannig að jafnræði sé með mönnum eftir 25 ár, sem ég er alveg sammála hv. þm. um að er mjög stuttur tími. 25 ár er ekki langur tími. Það sem gera þarf til viðbótar er hreinlega að skoða hvort eigandinn megi nota húsnæðið til annars en þarfa sveitarfélagsins, hvort hann megi leigja öðrum það. Eins þarf að kanna hvernig hann getur komið að teikningum hússins og skoða leigutíma lóðarinnar á móti framkvæmdatíma.