Afkomutrygging aldraðra og öryrkja

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 16:47:51 (5461)

2001-03-08 16:47:51# 126. lþ. 85.10 fundur 207. mál: #A afkomutrygging aldraðra og öryrkja# þál., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[16:47]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. að lögunum var breytt 1998 og í þeim lögum var fyrst og fremst gert ráð fyrir því að það yrði haldið í neysluvísitölu og launavísitölu þannig að lífeyrir hækkaði í takt við það. Og ég veit ekki betur en að við það hafi verið staðið. En það kann að vera, og nú ætla ég að láta athuga það, það kann að vera að það hafi orðið meira launaskrið, t.d. hér á Reykjavíkursvæðinu, og miðað út frá því þegar verið er að tala um þessi 17%, varðandi lágmarkslaun. Og það er allt annað launaskrið ef við komum bara út fyrir Reykjavíkurborg, en ég held að í þessum útreikningum, ég ætla ekki að fullyrða, sé verið að reikna launaskriðið á höfuðborgarsvæðinu en ekki um landið allt. Ég ætla ekki að fullyrða það, en mér sýnist það miðað við þann málflutning sem hér hefur fram komið, að við það sé miðað.