Uppeldissvæði rjúpunnar og skógrækt

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 15:34:43 (5499)

2001-03-12 15:34:43# 126. lþ. 86.1 fundur 362#B uppeldissvæði rjúpunnar og skógrækt# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[15:34]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Það var alls ekki meiningin með svarinu sem var sett fram skriflega á sínum tíma til Alþingis að koma neinu óorði á skógrækt, alls ekki. Að sjálfsögðu fögnum við sem störfum að umhverfismálum skógrækt vegna þeirrar landeyðingar sem við höfum horft upp á hin seinni ár. Það er alveg ljóst að sá fuglafræðingur sem gaf okkur upplýsingar í viðkomandi svar telur að við höfum ekki lent í neinu tjóni með rjúpuna vegna skógræktar hér á landi.

Ég vil undirstrika það sem kom fram í svari mínu áðan að þessi mál eru í eðlilegum farvegi. Menn skoða þau í gegnum skipulagsferlið og að sjálfsögðu munum við ganga varlega fram í þessum málum.