Rekstur heilsugæslustöðva í Reykjavík

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 15:23:13 (5742)

2001-03-14 15:23:13# 126. lþ. 89.7 fundur 514. mál: #A rekstur heilsugæslustöðva í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Þrátt fyrir að þessi fyrirspurn beinist að Reykjavík, vil ég nú koma að landsbyggðinni og leggja mikla áherslu á að lögð sé stóraukin áhersla á þá grunnþjónustu sem heilsugæslan sinnir því að það er mjög mikilvægt. Ef grunnheilsugæslan er góð er oft hægt að koma í veg fyrir annað og meira seinna meir. Það þarf að hlúa mjög vel að þessu og ég mundi vilja sjá það, t.d. í Rangárþingi, að þar yrði ein heilsustofnun þar sem heilsugæslustöðin, dvalarheimilin og hjúkrunarheimilin væru öll í einni stofnun.