Fjöldi öryrkja

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 16:04:34 (5762)

2001-03-14 16:04:34# 126. lþ. 89.10 fundur 544. mál: #A fjöldi öryrkja# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[16:04]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég er ekki með nákvæma skilgreiningu á því hverjir búa í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði, ég er bara með höfuðborgarsvæðið allt undir þegar þessar tölur eru lesnar. En auðvitað er hægt að finna það og skilgreina og þá væri hægt að bera það upp í skriflegri fyrirspurn, en ég veit ekki hvort það segir okkur miklu meira, ég er ekki alveg viss um það. En ég vil endilega koma því að að við breyttum skilgreiningunni varðandi matið 1998, þannig að við erum að tala um örorku en ekki félagslega aðstoð eins og við gerðum áður fyrr í gömlu skilgreiningunni. Þetta er eingöngu læknisfræðilegt mat og læknisfræðileg skilgreining á örorku.

Reyndar kom fram spurning áðan hvort örorka væri í öðrum löndum metin 100%. Það er til, en almennt er þetta svipað kerfi, 75% örorka.