Samningur um opinber innkaup

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 12:13:08 (5816)

2001-03-15 12:13:08# 126. lþ. 90.2 fundur 565. mál: #A samningur um opinber innkaup# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[12:13]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér vitanlega breytist ekkert annað en að fleiri ríki koma inn í þessa atburðarás, þ.e. þau ríki sem hafa undirritað þennan samning umfram þau ríki sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Það er breytingin. Þetta eru aðallega aðildarríki OECD, og þetta er samningur sem gerður er á vettvangi þeirra samtaka sem Ísland hefur tekið þátt í mjög lengi og mér vitanlega eru áhrifin ekki önnur, en rétt er svo að algert öryggi sé í þeim efnum að fara betur yfir það í hv. utanrmn. sem fær þetta mál til meðferðar.