Langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 17:04:10 (5868)

2001-03-15 17:04:10# 126. lþ. 91.4 fundur 483. mál: #A langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda# þál., Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[17:04]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti vill greina frá því vegna þeirra spurninga sem hv. þm. lagði fyrir hæstv. samgrh. að hann þurfti því miður að víkja af þessum fundi. Hann hafði gert ráð fyrir að þetta mál yrði á dagskrá miklu fyrr í dag og lofaði að mæta annars staðar kl. 5. Forseti mun sjá til þess að hæstv. ráðherra berist þessar spurningar strax í fyrramálið og væntir þess að hann muni senda hv. þm. svör sem fyrst.