Frestun á verkfalli fiskimanna

Mánudaginn 19. mars 2001, kl. 17:54:47 (5889)

2001-03-19 17:54:47# 126. lþ. 94.1 fundur 581. mál: #A frestun á verkfalli fiskimanna# frv. 8/2001, forsrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 126. lþ.

[17:54]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Menn skildu á fundi forsn. að málið væri þannig vaxið að sátt væri um að eftir þessa umræðu yrði gert hlé á fundinum þannig að stjórnmálaflokkunum gæfist tóm til að ræða við deiluaðila en það yrði ekki sent formlega til þingnefndar. Þannig var mér skýrt frá málinu. Það kann að vera að það sé misskilningur og sé það misskilningur þá heldur maður sig ekki við það. Þannig var málið kynnt fyrir mér, að sátt hefði verið um að milli umræðna yrði málinu frestað og menn tækju þann tíma sem þyrfti til að ræða við forustumenn deiluaðila.

Það má vera að þetta sé misskilningur, ég vil gjarnan fá þetta skýrt.