Frestun á verkfalli fiskimanna

Mánudaginn 19. mars 2001, kl. 18:47:54 (5906)

2001-03-19 18:47:54# 126. lþ. 94.1 fundur 581. mál: #A frestun á verkfalli fiskimanna# frv. 8/2001, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 126. lþ.

[18:47]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað er það þannig sem þetta á að gerast, deilan á að leysast án þess að til verkfalls komi. Sú hefur bara ekki verið raunin. Til verkfalls hefur komið aftur og aftur. Og það hefur verið leyst með þeim hætti undanfarin ár oftar en hitt að Alþingi grípi til lagasetninga.

Herra forseti. Ef sjómenn og útvegsmenn hefðu verið látnir semja, hefðu fengið að klára samninga sína án afskipta Alþingis einhvern tímann í þessu ferli, værum við e.t.v. í annarri stöðu í dag en við erum.

Herra forseti. Það er kominn tími til að menn fái að ljúka samningum í friði fyrir Alþingi.