Frestun á verkfalli fiskimanna

Mánudaginn 19. mars 2001, kl. 21:56:55 (5920)

2001-03-19 21:56:55# 126. lþ. 96.1 fundur 581. mál: #A frestun á verkfalli fiskimanna# frv. 8/2001, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 126. lþ.

[21:56]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Í umræðunum hefur komið fram að þingmenn Samfylkingarinnar munu greiða atkvæði gegn þessu frv. Það er ábyrgðarhluti að grípa inn í samningsgerð sjómanna og útvegsmanna sem gæti allt eins orðið til þess að draga deiluna enn á langinn nú þegar viðræður virtust vera að komast á nokkurt skrið. Það er lítilsvirðing, herra forseti, við aðila að gefa þeim ekki tóm til að ljúka verki sínu. Við teljum þessa lagasetningu til mikillar óþurftar. Það er löngu tímabært að aðilar fái að ljúka samningsgerð í friði fyrir ríkisvaldinu.

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessu frv.