Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 18:16:28 (5993)

2001-03-26 18:16:28# 126. lþ. 97.2 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[18:16]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil meina að það sé langur vegur á milli þess að veita þjónustu og gefa hana. Menn þurfa að þekkja nærumhverfi sitt og þá til lengri tíma. Hámarksarðsemiskrafa fjárins getur verið býsna vandmeðfarin sé hugsað til skamms tíma og ef ekki er vel á haldið. Það getur leitt af sér tortímingu stofnana og um það þekkjum við líka dæmi.

Herra forseti. Ég vil bara láta í ljós þá von að sparisjóðirnir fái að lifa og þjóna sínu fólki. Ég er viss um að fólk um dreifðari byggðir landsins á mikið undir sparisjóðum sínum og á miklu meiri samleið með þeim en stórum alþjóðavæddum netbönkum. Ég ítreka þá ósk að sparisjóðirnir haldi sínu.