Síðasti skiladagur nýrra þingmála

Mánudaginn 02. apríl 2001, kl. 15:03:49 (6212)

2001-04-02 15:03:49# 126. lþ. 103.92 fundur 441#B síðasti skiladagur nýrra þingmála#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 126. lþ.

[15:03]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti vill vekja athygli á því að samkvæmt 36. gr. og 44. gr. þingskapa er síðasti skiladagur nýrra þingmála í dag, þ.e. lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna. Framkvæmdin hefur verið sú síðastliðin ár að fyrir lok skrifstofutíma eða lok þingfundar þurfa mál að hafa borist til skjalavörslunnar frá þingmönnum fullbúin þannig að unnt sé að skrá þau í málaskrá þingsins. Sömuleiðis verða bréf frá hæstv. ráðherrum um framlagningu stjórnarfrumvarpa að hafa borist innan sama frests.

Þess er svo að vænta að þeim málum, sem koma til skráningar í dag, verði útbýtt á allra næstu dögum þegar fullprentun þeirra er lokið.