Umferðarlög

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 19:31:27 (6489)

2001-04-05 19:31:27# 126. lþ. 107.21 fundur 672. mál: #A umferðarlög# (farsímar, fullnaðarskírteini) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[19:31]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er alltaf spurning hve langt á að ganga í að hafa vit fyrir fólki, banna því og leyfa. Hér finnst mér of langt gengið. Ég er þeirrar skoðunar að ökumaður eigi að vita að hann á ekki að tala í síma undir stýri, það er hættulegt alveg eins og að borða eða drekka við akstur. Ég tel að hann beri sjálfur ábyrgð á því hvernig til tekst. Svona boð og bönn virka yfirleitt illa. Jafnvel þó þau séu skynsamleg og hægt að færa fyrir þeim rök er oft mun skynsamlegra að fara út í áróðursherferð og sýna fólki fram á að hlutirnir séu hættulegir, frekar en að vera með refsivöndinn og hóta refsingu.