Lögskráning sjómanna

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 14:49:28 (6566)

2001-04-06 14:49:28# 126. lþ. 108.21 fundur 635. mál: #A lögskráning sjómanna# (breyting ýmissa laga) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[14:49]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja til að menn fari vandlega yfir þetta. Mér sýnist ákveðið vandamál á ferðinni í þessu sem menn hafa kannski ekki ígrundað nógu vel.

Það er á höndum Siglingastofnunar að gefa út haffærisskírteini. Ef Siglingastofnun á að gera þá kröfu að búið sé að raða í áhöfn þá er spurning hvort nokkuð verði að marka það. Eða á Siglingastofnun að gefa út haffærisskírteini til einhvers ákveðins tíma, miðað við þá áhöfn sem búið er að ákveða að eigi að vera um borð?

Ég skil það vel og er alls ekki að agnúast út í að menn reyni að taka á þessu máli sem slíku. Ég tel þó reyndar að sú lagaskylda að áhöfn sé tryggð eigi að duga. Ég tel að það þurfi ekki að binda það við allt annað mál, þ.e. hvort skipið sem slíkt sé nothæft til að fara á sjó.