Bókasafnsfræðingar

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 16:37:31 (6600)

2001-04-06 16:37:31# 126. lþ. 108.31 fundur 526. mál: #A bókasafnsfræðingar# (starfsheiti) frv., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[16:37]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég á sæti í hv. menntmn. og hef tekið þátt í meðferð frv. til laga um bókasafnsfræðinga. Þetta frv. er einkum lagt fram til að samræma starfsheiti bókasafnsfræðinga þeirri menntun og þeim starfsvettvangi sem þeir fást raunverulega við í dag. Því er einnig ætlað að skýra hvaða prófkröfur liggja að baki þessum starfsréttindum en þær eru annars vegar BA-próf frá Háskóla Íslands með bókasafns- og upplýsingafræði sem aðalgrein, sem jafngildir 60 námseiningum og einnig framhaldsgráða í bókasafns- og upplýsingafræði til viðbótar öðru námi á háskólastigi. Þeir sem hafa lokið því námi mega líka kalla sig bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Allir sem komu á fund nefndarinnar til að ræða efni þessa frv. voru mjög jákvæðir og við fulltrúar Samfylkingarinnar í menntmn., ég og hv. þm. Einar Már Sigurðarson, skrifum undir nefndarálitið um frv.