Framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 14:09:42 (7304)

2001-05-09 14:09:42# 126. lþ. 118.4 fundur 391. mál: #A framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn# frv. 43/2001, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[14:09]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá hv. allshn. um frv. til laga um framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn.

Með frv. er lagt til að lögfest verði nauðsynleg ákvæði til að yfirvöldum og dómstólum hér á landi verði unnt að framkvæma ákvæði Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn frá 17. júlí 1998 í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Undir þetta nál. hafa skrifað: Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ásta Möller, Katrín Fjeldsted, Hjálmar Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir.