Norðurlandasamningur um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði

Miðvikudaginn 09. maí 2001, kl. 14:16:38 (7307)

2001-05-09 14:16:38# 126. lþ. 118.7 fundur 554. mál: #A Norðurlandasamningur um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði# (skilnaðarmál o.fl.) frv. 39/2001, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 126. lþ.

[14:16]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá hv. allshn. á þskj. 1156. Þar segir m.a.:

Með frv. er lagt til að heimilt verði að fullgilda samkomulag sem gert var 6. febrúar 2001 um breytingar á samningi milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð sem undirritaður var í Stokkhólmi 6. febrúar 1931. Ástæður breytinganna eru annars vegar að samræma norrænan sifjarétt og hins vegar að viðhalda norrænni réttareiningu á þessu sviði.

Mælir nefndin með því að frv. verði samþykkt óbreytt.