2001-05-11 10:26:21# 126. lþ. 120.12 fundur 657. mál: #A samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2001# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:26]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2001.

Í samningnum er líkt og í samningi aðila á síðasta ári kveðið á um að færeyskum skipum sé heimilt á loðnuvertíðinni 2001/2002 að veiða allt að 10.000 lestir af loðnu innan lögsögu Íslands úr veiðiheimildum sem fengnar eru með samningum færeyskra og grænlenskra stjórnvalda.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.