Skráning og mat fasteigna

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 13:30:49 (7520)

2001-05-11 13:30:49# 126. lþ. 120.29 fundur 688. mál: #A skráning og mat fasteigna# (útgáfa matsskrár o.fl.) frv. 61/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[13:30]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna. Málið hefur verið sent til umsagnar nokkurra aðila og nefndin fjallaði um það.

Nefndin stendur saman að tillögu til breytinga á frv. sem getið er á þskj. 1222, um að skráðu mati fasteigna skuli breytt í Landskrá fasteigna í samræmi við tilgreinda stuðla og skal það talið fasteignamatsverð frá 31. desember til jafnlengdar næsta árs nema sérstakt endurmat komi til.

Undir þetta rita allir nefndarmenn. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir skrifar undir álitið með fyrirvara en öðru leyti leggur nefndin til að frv. verði samþykkt.