Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 19:22:01 (7606)

2001-05-11 19:22:01# 126. lþ. 120.48 fundur 732. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (grunnlífeyrir, tekjutryggingarauki, frítekjumark o.fl.) frv. 93/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[19:22]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þennan afmarkaða þátt, um öryrkja sem verða ellilífeyrisþegar, þá tel ég þörf á í samræmi við áframhaldandi endurskoðun almannatryggingalaganna að ræða þetta atriði. Þetta gæti líka komið til umræðu í framhaldinu þegar rætt er um sveigjanleg starfslok. Hins vegar er ekkert ákveðið um þetta og ég get ekki sagt um það á þessari stundu hvernig þeirri umræðu lyktar. Ég hef fullan vilja á því að fara yfir þetta flókna svið og tel þetta vera eitt af þeim atriðum sem við þurfum að skoða en ég hef ekki niðurstöðu á því á þessari stundu eins og gefur að skilja. Hér erum við að taka afmarkaða þætti út úr og flytja um það frv. og samkomulagið um það tekur til þeirra atriða sem í skýrslunni og frv. eru, en eins og ég sagði áðan þurfum við að vinna í þessum málum áfram.