Vinnubrögð við fundarboðun

Laugardaginn 12. maí 2001, kl. 18:40:17 (7623)

2001-05-12 18:40:17# 126. lþ. 121.91 fundur 537#B vinnubrögð við fundarboðun# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 126. lþ.

[18:40]

Forseti (Halldór Blöndal):

Í 36. gr. þingskapa er skýrt kveðið á um það að eigi megi, nema með samþykki þingsins, taka frumvarp til umræðu fyrr en liðnar eru a.m.k. tvær nætur frá því er því var útbýtt. Ekki er gert ráð fyrir því að umræður um þetta frv. hefjist fyrr en á mánudag og er því fyllilega unnið samkvæmt þingsköpum. Það hefur aldrei, svo forseta sé kunnugt, í sögu þingsins komið upp sú staða að forseti eigi að vera til svara um það hvaða frumvörp séu lögð fram hverju sinni fyrir hönd ríkisstjórnar eða einstakra þingmanna. Forseti kannast því ekki við að kröfur til hans um slíkt styðjist við þinghefð eða þingsögu.