Orkusjóður

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 18:41:44 (7856)

2001-05-15 18:41:44# 126. lþ. 123.23 fundur 15. mál: #A Orkusjóður# (dreifikerfi hitaveitna) frv., Frsm. HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[18:41]

Frsm. iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. iðnn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 49/1999, um Orkusjóð, á þskj. 1202.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Orkusjóði verði gert kleift að styrkja hitaveitur til þess að stækka dreifikerfi sín. Þar einkum átt við smærri hitaveitur þar sem notendur eru of fáir til að bera stofnkostnað við veitu. Nefndin telur að með þessu móti kunni að skapast möguleikar á uppbyggingu í atvinnulífi sem vert sé að kanna.

Nefndin skoðaði ítarlega umsagnir sem bárust og um er getið á þskj. 1202 og að þeirri skoðun lokinni mælir nefndin með því að málinu verði vísað til hæstv. ríkisstjórnar. Nefndin var einhuga um þessa afgreiðslu.